Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Arndís skorar á dómsmálaráðherra að herða enn útlendingalög: „Glæpir og morð eru daglegt brauð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Þessir efnahagsflóttamenn fá 4ra ára viðbótarvernd og er ásókn þeirra orðin slík að þeir eru orðnir fjölmennari en Úkraínufólk sem lifir við alvarleg stríðsátök og okkur ber að taka vel á móti,“ skrifar Arndís Björnsdóttir, fyrrverandi háskólakennari á Facebook.
Arndís fagnar nýjum og hertum lögum um komu flóttamanna til Íslands sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fékk samþykkt á Alþingi.

„Þakka þér eftirfylgni þína og staðfestu við að koma loksins nýju útlendingalögunum í framkvæmd. Þau eru að vísu gloppótt og þarf að bæta úr því. Þetta er fyrsti áfanginn í þá átt að herða þessi lög enn frekar,“ skrifar Arndís.

Hún hefur alvarlegar athugasemdir við stórfelldan innflutning á fólki frá Venesúela en fagnar því að íslendingar veiti Úkraínufólki skjól frá hörmungum stríðsins. 

„Það þarf ekki síður að taka til hendinni gagnvart Kærunefnd útlendingamála sem er farin að hleypa stjórnlaust inn í landið efnahagsflóttamönnum frá Venesúela. Fólki sem auglýsir Ísland sem sæluríki og græðir vel á því. Þessir efnahagsflóttamenn fá 4ra ára viðbótarvernd og er ásókn þeirra orðin slík að þeir eru orðnir fjölmennari en Úkraínufólk sem lifir við alvarleg stríðsátök og okkur ber að taka vel á móti,“ skrifar hún.

Ákveðinn hluti fólks svífst einskis

Hún telur að Íslendingar hafi enga burði til að taka við allt að 6000 flóttamönnum á ári. „Ísland er örþjóð með 360-370 þúsund Íslendinga og ræður ekki fjárhagslega né á annan hátt við að fá 6.000 hælisleitendur á ári. Það er okkur lífsnauðsynlegt að herða hælisleitendalögin miklu meira og líta til vondrar reynslu annarra þjóða og þá sérstaklega til Norðurlandanna þar sem óöld, glæpir og morð eru daglegt brauð“.
Arndís vonast til þess að enn hertari lög um útlendinga verði tekin upp á næstunni. Hún segir sjónarmið sín kosta það að hún verði fyrir árásum frá fólki sem svífist einskis.
„Vonandi tekur þú, Jón, upp þráðinn aftur á næsta haustþingi og kemur hertari útlendingalögum í gegnum þingið. Sem fylgjandi strangra útlendingalaga eins og flestallir vilja hef ég fengið yfir mig endalausar bölbænir og svívirðingar og gríðarlega illgjörn og ljót orð svo og hótanir. Það er ákveðinn hópur af fólki sem svífst einskis í formælingum sínum og heift,“ skrifar Arndís.
Pistill Arndísar í heild sinni:
Til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra!
Fyrst vil ég þakka þér eftirfylgni þína og staðfestu við að koma loksins nýju útlendingalögunum í framkvæmd. Þau eru að vísu gloppótt og þarf að bæta úr því. Þetta er fyrsti áfanginn í þá átt að herða þessi lög enn frekar.
Það þarf ekki síður að taka til hendinni gagnvart Kærunefnd útlendingamála sem er farin að hleypa stjórnlaust inn í landið efnahagsflóttamönnum frá Venesúela. Fólki sem auglýsir Ísland sem sæluríki og græðir vel á því. Þessir efnahagsflóttamenn fá 4ra ára viðbótarvernd og er ásókn þeirra orðin slík að þeir eru orðnir fjölmennari en Úkraínufólk sem lifir við alvarleg stríðsátök og okkur ber að taka vel á móti.
Þennan ágang frá Venesúela verður að stöðva og það er meira en nóg fyrir íslenska þjóð að taka á móti Úkraínufólkinu.
Ísland er örþjóð með 360-370 þúsund Íslendinga og ræður ekki fjárhagslega né á annan hátt við að fá 6.000 hælisleitendur á ári.
Það er okkur lífsnauðsynlegt að herða hælisleitendalögin miklu meira og líta til vondrar reynslu annarra þjóða og þá sérstaklega til Norðurlandanna þar sem óöld, glæpir og morð eru daglegt brauð.
Atvinnuþátttaka hælisleitenda í nágrannalöndum okkar er lítil og kosta þeir velferðarkerfið ómælda fjármuni. Í Danmörku t.d. vinna ekki nema 3 af hverjum 10 konum í hópi innflytjenda úti, hinar 7 eru á bótum. Þessi lönd eru hætt að tala um tekjur af rekstri þjóðfélagsins, efnahagurinn er í ólestri, einna mest í Svíþjóð þar sem allt er meira og minna í rúst.
Vonandi tekur þú, Jón, upp þráðinn aftur á næsta haustþingi og kemur hertari útlendingalögum í gegnum þingið. Sem fylgjandi strangra útlendingalaga eins og flestallir vilja hef ég fengið yfir mig endalausar bölbænir og svívirðingar og gríðarlega illgjörn og ljót orð svo og hótanir. Það er ákveðinn hópur af fólki sem svífst einskis í formælingum sínum og heift.
Það verður að geta þess hér að Reykjavíkurborg gengur hart fram í að útvega hælisleitendum húsnæði og ryðst borgin inná auglýsingar þar sem íbúðir eru auglýstar til leigu, býðst til að ábyrgjast tryggingarfé og leigugreiðslur og er að yfirbjóða aðra sem vantar húsnæði. Þetta er til háborinnar skammar fyrir ríki og borg.
Hvað er gert af hálfu ríkis, borgar og annarra sveitarfélaga fyrir Íslendinga í húsnæðisvandræðum? EKKERT.
Hvað er gert fyrir fátækt íslenskt fólk, fátæk íslensk börn, efnalitla eldri borgara? EKKERT.
Í nóvember 2022 fóru 29 hælisleitendur sem löngu voru búnir að fá endanlega synjun um dvalarleyfi úr landi en þeir eru víst allir komnir aftur.
Þeir munu nú vonandi þurfa að fara héðan án þess að geta komið til baka og byrjað á að sækja aftur um hæli eins og þeir hafa komist upp með að gera hingað til?
Fólk fullyrðir margt í þessum málum, satt og ósatt. Því hefur verið haldið fram við mig að ríkið fái greidda ákveðna fjárhæð erlendis frá með sérhverjum hælisleitanda.
Því hefur ekki verið svarað frá hverjum né hver fjárhæðin er þegar ég hef spurt hreint út um þessar fullyrðingar.
Mig langar því til að spyrja þig sem dómsmálaráðherra hvort greidd sé ákveðin fjárhæð til íslenska ríkisins með hverjum hælisleitanda og ef svo er/væri, hver sú fjárhæð er?
Með kveðju og fyrirfram þökk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -