• Orðrómur

Arnór forstjóri sakaður um einelti – fjöldauppsagnir framundan ef ekkert verður aðhafst

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Samkvæmt niðurstöðum úr könnun sem mennta- og menn­ingar­málaráðuneytið lét fram­kvæma bera einungis fjörutíu prósent starfsmanna ráðuneytisins traust til Arn­órs Guðmundssonar forstjóra Menntamálastofnunar

Sam­kvæmt niður­stöðum áðurnefndrar könn­un­nar hafa þrettán prósent starfs­manna orðið fyr­ir einelti í starfi und­an­farið ár; fjórðung­ur starfs­manna segist hafa orðið vitni að einelti.

- Auglýsing -

Var svar­hlut­fall könnunarinnar hjá starfs­mönnum stofnunarinnar níutíu og átta prósent.

Menntamálastofnun tók til starfa haustið 2015 og eru starfsmenn stofnunarinnar rúmlega sextíu.

- Auglýsing -

Eftir því sem Mannlíf kemst næst hafa fimm starfs­menn lagt inn uppsagnarbréf vegna meintra einelt­istilb­urða Arnórs og stjórn­un­ar­vandamála í tengslum við meint eineltið.

Þá herma heimildir Mannlífs að ef ekkert verður að gert vegna meints eineltis Arnórs muni uppsagnarbréfunum fjölga ört á næstunni.

Arnór hefur starfað undanfarin fimm ár sem forstjóri Menntamálastofnunar; áður starfaði hann hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti sem skrifstofustjóri, þróunarstjóri og deildarstjóri.

- Auglýsing -

Arnór er hámenntaður maður; er með doktorsgráðu í félagsfræði frá University of Minnesota sem og B.A. gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands; Arnór lauk einnig diplómanámi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -