Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
6.6 C
Reykjavik

Katrín um stöðu eineltismála á Íslandi: „Hún virðist hafa versnað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríki, sveitarfélög og skólar þurfi að taka höndum saman og vinna bug á þróuninni.

Forsætisráðherra segir að þessu erfiðu og grófu mál valdi sér miklum áhyggjum, að staðan hafi greinilega versnað:

„Hún virðist hafa versnað og við sjáum að þetta gengur stundum yfir í bylgjum og við erum greinilega stödd í slíkri bylgju og þar er rætt um ýmsar orsakir. Við erum að koma út úr erfiðu ástandi, heimsfaraldri, við sjáum að líðan virðist hafa versnað, það er rætt hér um áhrif samfélagsmiðla og tæknibreytingar þannig að það eru margir samverkandi þættir sem ég tel að kalli á að við einmitt setjumst yfir þetta sameiginlega.“

Einnig segir Katrín að „það er auðvitað verulegt áhyggjuefni fyrir okkur öll í þessu samfélagi að sjá þessi skelfilegu mál sem við höfum verið að sjá að undanförnu. Ég held í raun og veru að þessi mál sem við erum að sjá kalli á það að sveitarfélög, ríki, skólar, foreldrar í raun og veru við öll sem samfélag förum yfir það hvað við getum gert til þess að koma í veg fyrir annað eins. Við mennta og- barnamálaráðherra höfum rætt það að að það skipti máli auðvitað að ríkið komi að þessu ásamt sveitarfélögum og skólum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -