Sunnudagur 19. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Mægðurnar í Hafnarfirði á leiðinni til Flórída: „Þakk­læti er ekki nægi­­lega stórt orð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sædís Hrönn Samúelsdóttir og 12 ára dóttir hennar, Ísabella Von, eru á leið til Flórída á næstunni eftir að frænka stúlkunnar, Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir safnaði fyrir ferð mæðgnanna.

„Stuðningur og styrkur sam­landa okkar skilur okkur frænkur eftir orð­­lausar & meyrar! Rétt í þessu til­­kynnti ég Ísa­bellu Von að þökk sé fram­lagi yfir hundruði sam­landa okkar sé hún og móðir hennar á leið til Flórída,“ skrifar Ingi­björg í færslu.

Sjá einnig: Dóttir Sædísar reyndi að svipta sig lífi eftir einelti í Hafnarfirði:„Hún er enn þá uppi á spítala“

Ísabella Von hefur undanfarið dvalið á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. Hún hefur orðið fyrir langvarandi einelti í Hafnarfirði og ofbeldi af hálfu jafnaldra sinna og hefur stúlkan unga ekki mætt í skólann lengi.

Ísa­bella hefur sætt hrotta­legu ein­elti af hálfu jafn­aldra sinna í rúmt ár og reyndi að svipta sig lífi í fyrra­dag. Hún er hú á leið til Flórída með móður sinni en þar á stúlkan frænd­fólk og eldri systur.

Ingi­björg stóð fyrir söfnun á Face­book:

- Auglýsing -

„Söfnunin fór fram úr okkar björtustu vonum. Að finna og sjá fjölda fólks sem er til­­búið í að sam­einast til að gleðja unga stelpu, leyfa henni að finna öryggi og til­­hlökkun à ný eftir erfitt ár er að­dáunar­vert í alla staði og sýnir að kær­­leikurinn og góð­­mennskan er àvalt meiri þótt reiði & hatur reynir að ná yfir­­höndinni inn à milli!“

„Við vonum að um­­ræðan seinasta sólar­hring sé àminning til allra um að vanda sig á­valt í sam­­skiptum við aðra og sýna börnunum góð for­­dæmi því þau læra það sem fyrir þeim er haft. Fyrir ykkur sem eruð að upp­­lifa ein­elti, ég sendi ykkur styrk og vona að vitundar­vakning hafi orðið í samfèlaginu og verði ein­eltis for­varnir og við­bragðsàætlanir endur­­­skoðaðar. Þakk­læti er ekki nægi­­lega stórt orð til að lýsa seinasta sólar­hring. Þakklàtust er ég fyrir að Ísa­bella Von sé enn hér hjà okkur og sjài alla ástina og kær­leikan sem um­­vefur hana þessa stundina,“ segir Ingibjörg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -