Viðskiptablaðið birti nýverið laun íslenskra atvinnumanna í íþróttum; af 43 launahæstu íþróttamönnunum koma 41 úr heimi knattspyrnunnar.
Aðeins tveir handboltamenn Íslands komast á listann; Aron Pálmarsson sem leikur með Álaborg í Danmörku, sem samkvæmt Viðskiptablaðinu fær þar 85 milljónir króna á ári.
Aron hefur því hækkað í launum með því að færa sig um set frá Spáni þar sem hann lék með Barcelona, yfir til Danmerkur, en Aron var sagður þéna um 80 milljónir króna á ári í Barcelona.
Deginum ljósara er að laun Arons munu lækka all hressilega í sumar þegar hann kemur heim til Íslands og spilar með FH og næsta vetur.

Íþróttamaður ársins síðustu tvö árin, Ómar Ingi Magnússon, leikur með Magdeburg í Þýskalandi, og er hann sagður vera með 45 milljónir króna í laun á ári.