Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Ásgeir vill Dag og Snorra: „Þeir fara inn í lokað herbergi og útkljá það, ég hef engar áhyggjur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur RÚV, Ásgeir Örn Hallgrímsson, vill að Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson taki saman að sér að þjálfa karlalandsliðið í handbolta.

Eins og ljóst er komst Ísland í efsta sæti undanriðilsins fyrir EM 2024 með sigri á Tékkum í gær.

Skiptir það mjög miklu máli að vinna riðilinn; það tryggir íslenska liðinu efsta styrkleikaflokk í lokakeppninni, að öðrum kosti er þriðji styrkleikaflokkur niðurstaðan, og þar er töluverður munur á.

Dagur Sigurðsson.

„Við ætlum okkur stóra hluti á EM og við ætlum okkur að fara á Ólympíuleikana og þetta er bara eitt lítið skref í áttina að því,“ segir Ásgeir Örn í samtali við ruv.is.

Ekki hefur enn verið gengið frá ráðningu nýs landsliðsþjálfara; Gunnar Magnússon og Ágúst Þór Jóhannsson stýra liðinu út undankeppnina, eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti störfum nýverið.

Ásgeiri Erni líst vel á að Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson taki við liðinu í sameiningu.

- Auglýsing -
Snorri Steinn Guðjónsson.

„Ég var mjög sammála því að Gunni og Gústi tækju við þessu með þessum stutta fyrirvara. Það hefur bara sýnt sig á þessari síðustu viku að þetta er rosa brothætt, það má lítið út af bregða. Mér líst betur og betur á þá hugmynd að það verði hjólað eins hratt í það og hægt er að ráða framtíðarþjálfara. Ég held að það verði að fara að gerast á næstu vikum.

Við höfum heyrt þessi nöfn, Snorri er búinn að gera frábæra hluti hér heima. Hann er með mjög nútímalegan og góðan handbolta sem ég held að myndi henta landsliðinu mjög vel. Hann tikkar í ansi mörg box hvað varðar þjálfaramálin. Eins Dagur, það þarf ekkert að segja neinum það en hann er stórkostlegur þjálfari, búinn að vinna medalíur og svona.

Fyrir mér eru þessi tvö stærstu nöfn sem ættu að vera efst á blaði fyrir mér. Best væri að fá þá báða bara og þeir myndu þá bara vega hvorn annan upp. Það er eitthvað sem menn mættu alveg spá í,“ segir Ásgeir Örn sem hefur litlar áhyggjur af því að þeir myndu ekki ná að leysa möguleg og ómöguleg ágreiningsmál.

- Auglýsing -

„Þeir fara bara inn í lokað herbergi og útkljá það, ég hef engar áhyggjur af því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -