2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

ASÍ hjólar í Skúla vegna ummæla um há íslensk laun „kaldar kveðjur til starfsfólksins sem stóð með félaginu“

Alþýðusamband Íslands hjóla í Skúla Mogensen, fyrrverandi eiganda WOW air, vegna ummæla um að laun og reglur íslensks vinnumarkaðs hafi verið of íþyngjandi fyrir WOW air.

„NEI TAKK, Skúli Mogensen,“ segir í færslu á Faceboook-síðu ASÍ þar sem athygli er vakin á fréttainnslaginu þar sem ummælin falla. „Þetta eru afar kaldar kveðjur þar sem WOW naut velvildar starfsmanna sinna og í raun samfélagsins alls. Það voru ekki mannsæmandi laun sem settu fyrirtækið á hausinn! Að koma núna og kenna starfsmönnum og launakjörum þeirra um gjaldþrotið er allt annað en stórmannlegt og kaldar kveðjur til starfsfólksins sem stóð með félaginu þar til yfir lauk.“

Þá segir ASÍ að á íslenskum vinnumarkaði gildi lög, reglur og kjarasamningar sem tryggi velferð starfsfólks. „Þetta vita flestir þeir sem hafa staðið í atvinnurekstri. Undirstaða velferðar okkar sem þjóðar er þetta skipulag og kröftug barátta gegn undirboðum á vinnumarkaði. Við köllum þetta norrænt velferðarsamfélag,“ segir á síðu ASÍ. „Fyrirtæki sem eru tilbúin til að starfa á þessum forsendum eru velkomin – önnur ekki. Þeir sem ætla að vera með í leiknum verða að spila eftir reglunum. Hinum sem ætla að svindla er mætt af fullri hörku.“

Þá er Skúli og aðrir sem hugsanlega hafa í hyggju að stofna lágfargjaldaflugfélag með starfsfólki á láglaunasvæðum varaðir við. „Hugmynd um nýtt lággjaldaflugfélag sem skapar sér samkeppnisforskot með því að troða á launafólki er vond hugmynd. Íslensk verkalýðshreyfing mun aldrei samþykkja slíkt.“

NEI TAKK, Skúli Mogensen Skúli Mogensen lýsti því í kvöldfréttum RÚV í gær að kjarasamningsbundin laun og leikreglur á…

Posted by Alþýðusamband Íslands – ASÍ on Þriðjudagur, 4. júní 2019

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is