Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Áslaug telur námsleyfi dómara vera jákvætt skref

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á hverju ári vinna íslenskir dómarar sér inn rétt til þriggja vikna námsleyfis á fullum launum. Dómari í námsleyfi á þar að auki rétt á greiddum ferða- og dvalarkostnaði meðan á leyfi stendur, allt að 1,5 milljón króna í hvert sinn. Skiptar skoðanir eru um þennan ríkulega rétt dómaranna.

Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og fyrrverandi héraðsdómari, segir símenntun dómara nauðsynlega enda lögbundin og hluti af vinnuskyldum dómara. Það kostar sitt fyrir ríkið en að hennar mati er það óhjákvæmilegur kostnaður við rekstur dómstóla þar sem metnaður og fagleg gæði dómstarfa eru höfð að leiðarljósi.

„Það er lykilatriði fyrir réttaröryggi og sjálfstæði dómstóla að dómurum sé tryggð þjálfun og fræðsla til að gegna hlutverki sínu af fagmennsku, góðri lagaþekkingu og hlutleysi. Ef vel er á haldið og öflug eftirfylgni þá er þetta jákvætt skref. Það verður að vera alveg skýrt að þessi leyfi þjóni hagsmunum réttarkerfisins. Í því sambandi væri vert skoðunar að auka gagnsæi um umsóknir og verkefni sem dómarar fá námsleyfi til,“ segir Áslaug.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Mynd / Saga Sig

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -