Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Áttar sig ekki á tali um spillingu: „Þá geta þau notað stóru orðin í orðabók Sjálfstæðisflokksins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Oddviti Framsóknarflokksins í borginni, Einar Þorsteinsson, segir í samtali við Vísi ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði vera órökstuddar og óskiljanlegar dylgjur; ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum; enda ríki trúnaður um málið innan rýnihóps.

Hefur komið fram að Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ásakaði meirihlutann í borgarstjórn um einræðistilburði, eftir að beiðni hennar þess efnis að málefni Ljósleiðarans yrðu rædd í borgarstjórn var ekki samþykkt.

Sagði Marta höfnun meirihlutans merki um einræðistilburði og leyndarhyggju varðandi málefni ljósleiðarans.

Einar segir að þarna sé um mál að ræða sem ekki sé hægt að ræða fyrir opnum tjöldum eins og staðan sé nú:

„Þarna er um að ræða viðskiptamálefni fyrirtækis sem er á samkeppnismarkaði og það er eðli máls samkvæmt ekki hægt að ræða þau fyrir opnum tjöldum í borgarstjórn,“ segir Einar, en Ljósleiðarinn er í eigu borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur, en Reykjavíkurborg á 93 prósenta hlut í:

- Auglýsing -

„Við í meirihlutanum í borgarráði lögðum hins vegar til að stofnaður yrði rýnihópur svo að fulltrúar allra flokka í borgarráði hefðu tækifæri til að fá jafnan aðgang að öllum gögnum málsins, alveg eins og meirihlutinn.

Þar sem við gætum farið yfir þau og rýnt alla hagsmuni borgarinnar sem eru í húfi og áhættuna sem felst í þessu máli. Þegar fram líða stundir og hægt er að aflétta trúnaði af þeim gögnum sem um ræðir verður þetta að sjálfsögðu rætt í borgarstjórn fyrir opnum tjöldum en það eru ekki allir í borgarstjórn sem hafa aðgengi að þessum gögnum, sem hafa verið lögð fyrir rýnihópinn, því þar er bara einn fulltrúi frá hverjum flokki,“ segir Einar og bætir við:

„Þess vegna yrði umræðan í borgarstjórn afar undarleg þar sem sumir í borgarstjórn þekktu til gagnanna en aðrir ekki og þessi umræða í borgarstjórn á þessum tímapunkti yrði afar undarleg og skrítin. Því er farsælast að vinna þetta vel á vettvangi rýnihópsins og síðar í borgarstjórn.“

- Auglýsing -

Einar segist ekki átta sig ekki á því hvers vegna borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins saki meirihlutann um einræðistilburði:

„Ég átta mig ekki alveg á því hvers konar gamaldsags pólitík Sjálfstæðismenn eru að stunda. Þeir vita það að það er ekki hægt að ræða þetta fyrir opnum tjöldum. Þá nýta þau tækifærið til að krefjast þess að það sé gert vegna þess að þau vita að við getum ekki gert annað en að hafna því. Þá geta þau sakað okkur um leyndarhyggju og jafnvel spillingu og notað öll stóru orðin í orðabók Sjálfstæðisflokksins,“ segir Einar. „Verði þeim bara að góðu með það. Við erum að vinna þetta faglega á vettvangi rýnihópsins, allan hafa jafnan aðgang að gögnum, það er í góðri samvinnu við alla aðra flokka í borgarstjórn nema Sjálfstæðisflokk. Allar ásakanir um leyndarhyggju og slíkt eru algjörlega órökstuddar og óskiljanlegar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -