„Ömmu minni, Auði Laxness, var mikið í mun að ég myndi klára þessa bók. Hún vissi af þessu handriti og ég var búin að fara með það í Mál og menningu og fá hvatningu til að klára þetta. Amma var eitthvað hrædd um að ég gleymdi því. Ég átti ritvél sem hún hafði gefið mér og ég vélritaði þessa bók; ég handskrifaði hana fyrst og vélritaði síðan. Við áttum svartan kött og Steini var að djúsa og ég var eitthvað að vélrita á milli þess sem ég var þjónustufulltrúi á Stöð 2 og að taka á móti kvörtunum. Amma gaf mér 100.000 kall gegn því að ég færi til Svíþjóðar með frænku minni að vestan. Hún hafði keypt land í Svíþjóð þar sem hún ætlaði að koma upp sumarhúsaleigu og vera með sumarbúðir fyrir börn. Þannig að ég fékk 100.000 kallinn hjá ömmu, ég man að ég gaf Steina 40.000 krónur, og fór. Svo í sólinni í Svíþjóð gleymdi ég að ég væri gift og fór að klára þessa bók. Þannig að hjónabandið hvarf,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfundur í forsíðuviðtali Mannlífs.
Lesa meira hér
Hér er hægt að horfa á viðtalið