Sunnudagur 14. apríl, 2024
-1.9 C
Reykjavik

Banaslysið við Núpsvötn: Hin látnu ekki í bílbeltum eða barnabílstól

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rannsóknarnefnd samgöngslysa hefur skilað skýrslu vegna banaslysiðsins sem varð á brúnni við Núpsvötn 27. desember 2018. Þrír farþegar létust í slysinu, konur 33 ára og 36 ára, og 11 mánaða stúlkubarn. Alls voru sjö manns í bílnum, breskir ferðamenn.

Konurnar voru ekki í bílbelti, og barnið ekki í barnabílstól, eins og fram kemur í skýrslu nefndarinnar, sem tilgreinir fjóra þætti sem eru taldir hafa or­sakað banaslysið. Það að enginn hafi verið í belti eða barna­bíl­stól er einn þeirra. Öku­maður bílsins er talinn hafa ekið yfir há­marks­hraða, en þegar hann missti stjórn á jeppanum sem hann ók yfir ein­breiða brú fór hann upp á vegriðið hægra megin vegarins sem gaf undan. Talið er að veggrip hafi verið mjög skert vegna ísingar á brúnni þegar slysið varð.

Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að sam­kvæmt hraða­út­reikningi hafi ökumaður að öllum líkindum verið á 114 kíló­metra hraða á klukku­stund. Skekkju­mörk eru 8 kíló­metrar á klukku­stund og hefur bíllinn því verið á hraða á bilinu 106 til 122 kíló­metrum á klukku­stund. Há­marks­hraði á brúnni var 90 kíló­metrar á þeim tíma sem slysið varð, en eftir það var hann lækkaður í 50 kílómetra.

Í skýrslunni segir einnig að brúin yfir Núps­vötn standist ekki nú­verandi staðla. Brúin var opnuð fyrir um­ferð árið 1973 og kemst nefndin að því að hönnunar­staðlar hafi breyst síðan þá.

Sam­kvæmt Vega­gerðinni stendur til að reisa nýja brú yfir Núps­vötn á þessu ári og hvetur nefndin stjórn­völd og Vega­gerðina til að fylgja þeim á­ætlunum eftir.

Á­fengis- og lyfja­prófanir á öku­manni gáfu ekki til kynna notkun lyfja eða vímu­efna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -