Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Bankastrætismálið vefur upp á sig – Hnífsstunga á Hólmsheiði í kvöld: Fangi stunginn í andlitið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir að fangi á Hólmsheiði sem kom við sögu í Bankastrætismálinu hafi verið stunginn í fangelsinu í kvöld.

Maðurinn var stunginn í andlitið en náði að sparka af sér árásarmanninum; fór hnífsstungan í andlit mannsins rétt ofan við augabrún hans og þótti mikil mildi að ekki fór verr – en litlu mátti muna að stungan lenti í auga hans.

Heimildarmaður Mannlífs segir að ráðist hafi verið á fangann inni á gangi í fangelsinu og að svo virðist sem árásin hafi verið þaulskipulögð. Árásarmaðurinn var á öðrum gangi en hljóp yfir á gang fórnarlambsins – og það á ekki að geta gerst.

Segir áðurnefndur heimildarmaður að honum þyki líklegt að árásarmaðurinn hafi verið fenginn í verkið gegn greiðslu, og að mennirnir tveir hafi ekkert þekkst. Og það þykir honum grunsamlegt.

Hann segir einnig að lögfræðingur mannsins sem var stunginn hafi verið búinn að vara fangelsismálayfirvöld við áformum um að árás væri í bígerð en að því hafi ekki verið sinnt.

- Auglýsing -

Það er því ljóst að Bankastrætismálið ætlar að draga dilk á eftir sér, og virðist hvergi nærri lokið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -