Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Beinskeyttur Brynjar: „Við höfum knúið fram miklu meiri launahækkanir en innistæða er fyrir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjar Níelsson segir að „stjórnmálin í vestrænum lýðræðisríkjum eru í sjálfheldu. Kröfur um útgjöld hins opinbera eru fullkomlega stjórnlausar og fæstar þessara þjóða eru sjálfbærar lengur. Stjórnmálamenn hafa ekki kjark til að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir sem allir vita samt að eru réttar og nauðsynlegar.“

Brynjar bætir við:

„Sumir halda að hægt sé að skattleggja sig út úr vandanum eða taka endalaust lán og láta komandi kynslóðir borga. Gott dæmi um þetta er tilraun ráðamanna í Frakklandi í mörg ár að hækka lífeyrisaldur í 64 ár, sem þykir nú ekki mikið miðað við ævilíkur. Að óbreyttu er franskt samfélag ekki sjálfbært en samt er mikill meirihluti Frakka á móti þessum nauðsynlegu breytingum. Hingað til hafa frönsk stjórnvöld ekki haft kjark til að framkvæma það óhjákvæmilega. Framtíðin er ekki björt hjá vinum okkar víðast hvar í Evrópu.“

Brynjar beinir því næst orðum sínum að okkur Íslendingum:

„Nú erum við, eins og aðrar vestrænar þjóðir, að glíma við verðbólgu. En við kennum öllu öðru um en sjálfum okkur. Við höfum knúið fram miklu meiri launahækkanir en innistæða er fyrir og aukin útgjöld hins opinbera um leið. Það kemur alltaf í bakið á okkur fyrr eða síðar. Við krefjumst að öll opinber þjónusta sé ókeypis og að allir útlendingar sem stíga hér niður fæti og lifa við bágari kjör í heimalandinu eigi hér rétt á framfærslu í boði skattgreiðenda svo lengi sem þeir kjósi og jafnvel teljum það til mannréttinda.“

Hann færir í tal að „eyðslusemin er aldrei sem fyrr og því viðskiptahalli við útlönd. Ríkissjóður er auðvitað rekinn með halla við þessar aðstæður. Svo erum við ógurlega hissa á verðbólgu og hærri vöxtum og ráðumst á Seðlabankastjóra Þótt við séum að mörgu leyti í betri stöðu en flest önnur ríki gengur þetta ekki mikið lengur.“

- Auglýsing -

Brynjar hvetur að endingu íslenska þjóð til dáða með þessum orðum:

„Þjóðin þarf að fylkja sér um kjarkaða stjórnmálamenn en ekki sífellt hoppa á vagn lýðskrumara, sem virðast hafa yfirtekið stjórnmálin. Það er henni fyrir bestu til lengri tíma litið. Ef einhverjir halda að sósíalismi eða vinstri pólitík sé lausnin þá er það mikill miskilningur. Menn þurfi ekki annað en að kíkja í sögubækur til að átta sig á því eða fara yfir rekstur Reykjavíkurborgar síðasta áratuginn eða svo.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -