Fyrrverandi páfinn Benedikt XVI er látinn. Hann var 95 ára gamall og lést á heimili sínu í Vatíkaninu, áratug eftir að hann lét af störfum sínum sem páfi.
Benedikt var páfi frá árinu 2005 til ársins 2013; var fyrsti páfinn síðan árið 1415 til að segja af sér embætti.
Í tilkynningu frá Vatíkaninu var sagt að það væri með sorg í hjarta að Benedikt páfi væri látinn.
Samkvæmt tilkynningunni verða ítarlegri upplýsingar gefnar út síðar.
Benedikt páfi var fæddur Joseph Ratzinger, í Þýskalandi. Hann var 78 ára gamall þegar hann var kjörinn páfi; var með þeim elstu sem hafði verið það.
Óhætt er að segja að átakamál hafi einkennt ár Benedikts sem páfa; tókst þá kaþólska kirkjan á við ásakanir sem og skýrslur um kynferðislegt ofbeldi presta sem hafði verið litið fram hjá um áratugaskeið.
Á þessu ári viðurkenni Benedikt páfi þau mistök sem höfðu verið gerð í meðhöndlun slíkra mála á meðan hann var erkibiskup í Munchen á árunum 1977 til 1982.