Laugardagur 2. nóvember, 2024
2.5 C
Reykjavik

Benedikt XVI er allur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrverandi páfinn Bene­dikt XVI er látinn. Hann var 95 ára gamall og lést á heimili sínu í Vatíkaninu, ára­tug eftir að hann lét af störfum sínum sem páfi.

Bene­dikt var páfi frá árinu 2005 til ársins 2013; var fyrsti páfinn síðan árið 1415 til að segja af sér embætti.

Í til­kynningu frá Vatíkaninu var sagt að það væri með sorg í hjarta að Bene­dikt páfi væri látinn.

Sam­kvæmt til­kynningunni verða ítarlegri upp­lýsingar gefnar út síðar.

Bene­dikt páfi var fæddur Joseph Ratzin­ger, í Þýska­landi. Hann var 78 ára gamall þegar hann var kjörinn páfi; var með þeim elstu sem hafði verið það.

Óhætt er að segja að átakamál hafi einkennt ár Benedikts sem páfa; tókst þá kaþólska kirkjan á við á­sakanir sem og skýrslur um kyn­ferðis­legt of­beldi presta sem hafði verið litið fram hjá um ára­tugaskeið.

- Auglýsing -

Á þessu ári viður­kenni Bene­dikt páfi þau mis­tök sem höfðu verið gerð í með­höndlun slíkra mála á meðan hann var erki­biskup í Munchen á árunum 1977 til 1982.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -