Föstudagur 14. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Besti sushi-staður í heimi missir Michelin-stjörnurnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sukiyabashi Jiro, þekktur sem besti sushi-staður í heimi, hefur misst Michelin-stjörnurnar sínar þrjár. Ástæðan er ekki sú að dregið hafi úr gæðunum, heldur nýtur staðurinn svo mikilla vinsælda að hann hefur hætt að taka við bókunum frá almenningi og uppfyllir þar með ekki lengur kröfur Michelin-veitingarýnisins.

Staðurinn komst m.a. í sviðsljósið þegar Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, snæddu þar saman árið 2014. Obama sagði um að ræða besta sushi sem hann hefði smakkað en hann náði þó ekki að komast í gegnum alla réttina sem leiðtogunum voru ætlaðir, sem voru 20 talsins.

Eigandi Sukiyabashi Jiro, Jiro Ono, er kominn vel á níræðisaldur en stendur enn vaktina í eldhúsinu, ásamt elsta syni sínum. Fjallað var um staðinn og fjölskylduna í heimildarmyndinni Jiro Dreams of Sushi, sem m.a. var sýnd á Netflix.

Staðurinn tekur aðeins 10 í sæti og í dag þarf maður annað hvort að vera fastagestur, hafa góð sambönd, eða bóka í gegnum lúxushótel til að fá pláss við borðið hans Jiro.

Michelin-staðir eru hvergi fleiri í heiminum en í Tokyo, eða 226 talsins. Ellefu eru með þrjár stjörnur og þrír af þeim hafa haldið stjörnunum sínum 13 ár í röð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -