Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Biggi lögga biður borgarbúa að slappa pínu af – glæfralegur vespuakstur barna er foreldravandamál – „Eitthvað mjög rangt við það að börnum finnist í lagi að stinga lögregluna af“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, kennir foreldrum um glæfralegan vespuakstur barna í borginni. Það sé þeirra að kenna börnunum sínum hvernig ganga eigi um þessi ökutæki, hvernig haga eigi sér úti í umferðinni og fylgjast með því að vespunum sé ekki breytt þannig að þær komist mun hraðar en leyfilegt er. 

Birgir Örn fann sig knúinn til að rita færslu á Facebook vegna vaxandi pirrings yfir vespumenningu í höfuðborginni. Hann segir pirringinn skiljanlegan því vespunum fylgja bæði læti og hætta fyrir ökumenn og vegfarendur. „Það er fullkomlega eðlilegt að krökkum finnist skemmtilegt að þjóta um á svona vespum. Vandinn er sá að það er verið að eiga við tækin. Til þess að varna því að þær geri það er sett ákveðið innsigli eða hnappur á vélina. Vandamálið er að það er mjög auðvelt að taka þetta innsigli eða ýta á þennan hnapp. Þá kemst græjan miklu hraðar, sem krökkunum finnst að sjálfsögðu skemmtilegra en er kol ólöglegt og stór hættulegt.“

Börn og ungmenni eru ótryggð á breyttum vespum. Mynd / skjáskot MBL.

Biggi lögga segir þetta vera foreldramál og það sé einfaldlega ábyrgð þeirra að fylgjast með hvað börnin eru að gera á vespunum og hvort verið sé að breyta þeim til að komast hraða. Hann segir það ógjörning fyrir lögegluna að fygljast með því að allt sé eftir bókinni þegar kemur að vespunotkun ungmenna. „Það sést ekki á þeim hverjar er búið að eiga við. Að það séu þrettán ára krakkar, og jafnvel yngri, að þjóta um göngustíga og skólalóðir á þessum þungu tækjum, einir eða fleiri, á allt að 50 km hraða er ekkert nema ávísun á alvarleg slys. Ef við kaupum vespur handa krökkunum okkar þá er það okkar skylda að fylgjast með hvað þau eru að gera. Við þurfum að ræða við þau um hvað má og hvað má ekki og við verðum að vita hverskonar tæki barnið er með í höndunum. Foreldrar margra þeirra sem eiga slík tæki verða að girða sig svolítið í brók og bera þá ábyrgð sem þeir eiga að gera, segir Birgir Örn.

Biggi segir ekki nóg að foreldrar fylgist með vespunotkun barnanna heldur þurfi þeir einnig að gera börnum sínum ljóst mikilvægt eftirlitshlutverk lögreglunnar. „Við höfum sennilega öll lent í því að ætla að ræða við krakka á vespu en þeir láta sig hverfa upp næsta göngustíg þegar við gefum þeim merki um að stoppa. Það er eitthvað mjög rangt við það að börnum finnist í lagi að stinga lögregluna af, segir Biggi og biður jafnframt höfuðborgarbúa að draga úr pirringnum og slappa pínu af gagnvart vespunotkun barna og ungmenna. „Við sem íbúar þessara hverfa verðum hugsanlega að slappa pínu af. Það getur enginn farið í taugarnar á manni. Maður leyfir öðrum að fara í taugarnar á manni. Á meðan reglugerðin er eins og hún er þá verða prumpandi vespur þjótandi um göngustíga og skólalóðir og við þurfum pínu að sætta okkur við það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -