Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Birgir: „Ný­frjáls­hyggja, kapí­tal­ismi, ójöfnuður og versn­andi lífs­kjör? Stenst ekki skoðun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alþingismaðurinn Birgir Ármannsson er formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins og ritar grein um það sem hann kallar „Íslandsmeistaramótið í sósíalisma“ og bætir reyndar spurningamerki aftan við fyrirsögnina.

Hann telur að „bar­átt­an vegna kom­andi kosn­inga er rétt að hefjast og ekki fylli­lega komið fram hvaða mál­efni það verða, sem mesta at­hygli munu fá af hálfu flokk­anna. Sumt er þó farið að skýr­ast, meðal ann­ars það að all­nokkr­ir flokk­ar og fram­bjóðend­ur á vinstri vængn­um virðast telja það væn­legt til ár­ang­urs að staðsetja sig sem lengst til vinstri og kenna sig jafn­vel við ómengaðan sósí­al­isma.“

Hvað er ómengaður sósíalismi? Hvaða ríki eru kapítalísk án nokkurra áhrifa af sósíalisma? Kannski Saudi-Arabía? Allavega ekki Bandaríkin, hið útópíska ríki kapítalisma og nýfrjálshyggju.

En aftur að Birgi og málflutningi hans:

Hann segir að hluta til „birt­ist þessi vinstri sveifla í stefnu­mál­um viðkom­andi flokka, en þó enn frek­ar í upp­hróp­un­um og orðavali, sem oft á tíðum ber meiri keim af stjórn­má­laum­ræðu frá miðri síðustu öld held­ur en þeim áhersl­um sem ríkj­andi hafa verið í stjórn­má­laum­ræðu á Vest­ur­lönd­um síðustu 30 árin eða svo,“ og virðist finnast hálf hjákátlegt að „mál­flutn­ing­ur­inn snýst um stétta­bar­áttu, ör­eiga og auðkýf­inga, of­ur­ríka fá­menna yf­ir­stétt sem merg­sýg­ur snauða alþýðuna, andúð á at­vinnu­rekstri í einka­eigu og of­ur­trú á rík­is­lausn­um og op­in­ber­um rekstri.“

Líkast til eru þetta atriði sem Birgir hefur ekki reynt á eigin skinni þótt erfitt sé að fullyrða það með nokkurri vissu. En hann heldur áfram að hjakka í sama farinu:

- Auglýsing -

„Birt­ing­ar­mynd­irn­ar eru mis­mun­andi en und­ir­tónn­inn sá sami; til að bjarga al­menn­ingi úr helj­ar­greip­um kapí­tal­ism­ans þarf að umbreyta sam­fé­lag­inu í anda sósíal­ískr­ar hug­mynda­fræði. Virðist þá litlu skipta, að all­ar til­raun­ir til að byggja þjóðskipu­lag á þeim grunni hafa endað með skelf­ingu.“

Er það svo, Birgir? Þeir sem hafa örlítinn snefil af þekkingu á mannkynssögu vita að ekkert stjórnmálakerfi er fullkomið; vita einnig að sósíalísk verkalýðsbarátta hafði og hefur haft góð áhrif á lönd eins og Svíþjóð, Kanada, Portúgal, Bandaríkin og óteljandi fleiri, og færði alþýðunni þar aukin réttindi og bætt lífskjör; nokkurt öryggi og rödd – þó þetta séu ekki ríki þar sem „ómengaður sósíalismi“ ríki sem „endað hefur með skelf­ingu.“

Stór orð frá manni sem hefur verið trúr og dyggur þjónn kapítalismans frá blautu barnsbeini og mögulega verið með þverslaufu við skyrtu frá því að sett var á hann fyrsta bleyjan með smá barnapúðri.

- Auglýsing -

Birgir heldur ótrauður áfram að ausa úr viskubrunni sínum, fullum af dýpt og náungakærleik:

„Flokk­ur­inn, sem fremst­ur fer í þess­um mál­flutn­ingi, kenn­ir sig feimn­is­laust við sósí­al­isma en fleiri leita á sömu mið. Sér­stak­lega hef­ur hraðferð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til vinstri vakið at­hygli en aug­ljóst er að sá flokk­ur lít­ur á Sósí­al­ista­flokk­inn sem harðvítug­an sam­keppn­isaðila. Vinstri græn vilja svo auðvitað minna á sig í þessu sam­bandi og mun það sjálfsagt fær­ast í auk­ana eft­ir því sem nær dreg­ur kosn­ing­um. Bilið milli Pírata og annarra flokka á vinstri vængn­um hef­ur að mörgu leyti verið að stytt­ast jafnt og þétt á und­an­förn­um árum en for­vitni­legt verður að sjá hvort þeir blanda sér nú af full­um krafti í keppn­ina um það hver sé mesti sósí­alist­inn.“

Og bætir við:

„Að sumu leyti er allt í lagi fyr­ir okk­ur, sem nálg­umst stjórn­mál­in úr ann­arri átt, að ís­lensk­ir vinstri menn gefi sig alla í þessa Íslands­meist­ara­keppni í sósí­al­isma. Það er gott fyr­ir alla að skerpa á hug­mynda­fræðinni og rifja upp að stjórn­mál snú­ast um mis­mun­andi hug­sjón­ir og val milli ólíkra sjón­ar­miða og raun­veru­legra val­kosta en ekki bara um tækni­leg­ar út­færsl­ur eða vin­sælda­keppni ein­stak­linga. Það að upp­vakn­ing­ar sósí­al­ism­ans eru komn­ir á stjá gef­ur okk­ur, sem telj­um okk­ur hægra meg­in á hinu póli­tíska lit­rófi, til­efni til að skerpa á okk­ar eig­in mál­flutn­ingi og rifja upp á hvaða hug­mynda­fræðilega grund­velli við stönd­um.“

Og bætir enn við, ótrauður, nánast óstöðvandi:

„Gall­inn við vinstri sveiflu vinstri flokk­anna er hins veg­ar einkum auk­in harka í umræðunni og það sem stjórn­mála­fræðing­ar tala um sem skaut­un í stjórn­mál­um, sem fel­ur í sér að bilið milli flokka eykst og get­ur haft þær af­leiðing­ar að sí­fellt erfiðara verði að ná sæmi­legri sam­stöðu um mála­miðlan­ir, sem alltaf eru nauðsyn­leg­ar í stjórn­mál­um, ekki síst í fjöl­flokka­kerfi eins og við búum við. Stjórn­má­laum­ræða, sem bygg­ir á ófrá­víkj­an­leg­um skil­yrðum, úr­slita­kost­um, kröf­um um allt eða ekk­ert og úti­lok­un mála­miðlana er ekki gæfu­leg þegar kem­ur að úr­lausn raun­veru­legra viðfangs­efna við stjórn lands­ins eða laga­setn­ingu á Alþingi. Það er nefni­lega eitt að hafa skýr stefnu­mál og hug­sjón­ir og annað að vera svo ósveigj­an­leg­ur að eng­ar mála­miðlan­ir komi til greina. Menn mega ekki gleyma því að stjórn­mál eru list hins mögu­lega og til þess að ná ár­angri get­ur verið nauðsyn­legt að setja ágrein­ing til hliðar, slá af ýtr­ustu kröf­um og finna frek­ar það sem sam­ein­ar held­ur en það sem sundr­ar.“

Hann telur upp fleiri galla og talar um skakka mynd:

„En það eru fleiri gall­ar, sem fylgja stór­yrðakapp­hlaupi vinstri manna um þess­ar mund­ir. Þannig er það áhyggju­efni, að sú mynd sem dreg­in er upp af þjóðfé­lagi okk­ar er á marg­an hátt skökk og í litl­um tengsl­um við raun­veru­leik­ann. Mál­flutn­ing­ur sumra þeirra há­vær­ustu úr röðum vinstri manna er stund­um á þá leið, að hér hafi á und­an­förn­um árum verið við lýði óheft ný­frjáls­hyggja, hreinn kapí­tal­ismi, grimm­ur niður­skurður í op­in­berri þjón­ustu, vax­andi ójöfnuður og versn­andi lífs­kjör alls al­menn­ings. Ekk­ert af þessu stenst skoðun. Hvort sem litið er til þró­un­ar hér inn­an­lands eða sam­an­b­urðar við ná­granna­lönd­in kem­ur skýrt í ljós að ekk­ert gef­ur til­efni til full­yrðinga af þessu tagi. Heild­ar­um­svif hins op­in­bera, rík­is og sveit­ar­fé­laga, hafa frem­ur vaxið en minnkað á und­an­förn­um árum. Ætti sú þróun reynd­ar að vera meira um­hugs­un­ar­efni fyr­ir okk­ur sem stönd­um hægra meg­in en þá sem tala fyr­ir sósí­al­isma.

Þá er til þess að líta, að jöfnuður er meiri hér á landi en víðast hvar í helstu sam­an­b­urðarlönd­um, hvort sem litið er til tekna eða eigna. Lífs­kjör alls al­menn­ings hafa líka farið batn­andi og kaup­mátt­ur auk­ist jafnt og þétt. Tíma­bundn­ir erfiðleik­ar vegna Covid-19 virðast ekki breyta þess­ari heild­ar­mynd.“

Birgir viðurkennir þó að „sam­fé­lag okk­ar er svo sann­ar­lega ekki full­komið og margt má bæta, en sú mynd af stöðu mála, sem tals­menn sósí­al­isma úr ýms­um flokk­um hafa haldið á lofti, er víðs fjarri raun­veru­leik­an­um.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -