Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Birna Þórarinsdóttir nýr framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn UNICEF á Íslandi hefur ráðið Birnu Þórarinsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra félagsins.

„Stjórn UNICEF lagði áherslu á fag­­legt og vandað ráðn­ing­­ar­­ferli. Sérstök valnefnd á vegum stjórnar naut lið­sinnis ráð­gjafa Capacent. Alls sóttu 81 um starfið og margir í þeim hópi voru ríkir af hæfileikum og reynslu. Endanleg ákvörðun var loks tekin sam­hljóða á fundi stjórnar síðastliðinn mánudag og við erum afskaplega ánægð með niðurstöðuna. Birna býr að reynslu, menntun og hæfileikum sem gera hana kjörna í starfið,” segir Kjartan Örn Ólafsson, stjórnarformaður UNICEF.

Birna er stjórnmálafræðingur að mennt, með meistaragráðu í alþjóðlegum öryggismálum frá Georgetown-háskóla og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur víðtæka stjórnunarreynslu og fagþekkingu á starfi Sameinuðu þjóðanna. Birna hefur starfað sem framkvæmdastýra landsnefndar UN Women (þá UNIFEM), yfirmaður verkefnaskrifstofu UN Women í Serbíu og Svartfjallalandi og framkvæmdastýra Evrópustofu. Hún hefur unnið sem ráðgjafi fyrir alþjóðastofnanir og utanríkisráðuneytið og kennt öryggismál og starfsemi alþjóðastofnana á háskólastigi. Frá árinu 2016 hefur Birna starfað sem framkvæmdastjóri Viðreisnar.

„Ég er þakklát fyrir að vera treyst fyrir hinum krefjandi verkefnum framundan,“ segir Birna. „Starfsemi UNICEF á Íslandi skiptir gríðarmiklu máli, bæði fyrir réttindi barna á Íslandi og hag og heilsu milljóna barna um allan heim, þar sem gjafir heimsforeldra og annarra vildarvina UNICEF skipta sköpum. Nú á tímum COVID-19 eru verkefni UNICEF í þágu heilsu og réttinda barna á heimsins hættulegustu svæðum brýnni en nokkru sinni fyrr. Ég hlakka til að takast á við áskoranirnar framundan með því frábæra teymi sem starfar hjá UNICEF.“

Birna tekur við starfinu af Bergsteini Jónssyni sem hefur starfað hjá UNICEF í fjórtán ár og gegnt starfi framkvæmdastjóra síðastliðin sex ár.

„Undanfarin ár hafa einkennst af markvissri og árangursríkri uppbyggingu samtakanna. Stjórn og starfsfólk UNICEF á Íslandi þakkar Bergsteini fyrir að leiða það góða starf og býður um leið Birnu hjartanlega velkomna til starfa,” segir Kjartan Örn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -