Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Bjarney: „Er Ísland land tækifæranna fyrir fötluð ungmenni sem ekki fá inn í framhaldsskóla?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Er Ísland land tækifæranna fyrir…

…unga fólkið sem þarf að borga fimmfalda húsnæðisvexti miðað við jafnaldra sína í Evrópu, þau fötluðu ungmenni sem fá ekki pláss í framhaldsskóla, þá 700 nemendur sem fá ekki skólavist í Tækniskólanum í haust, þá frumkvöðla sem komast ekki að í sjávarútvegi og landbúnaði sem eru lokaðar fyrir nýliðun?“ spyr Bjarney og vísar til slagorðs Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar.

Og bætir við:

„Þá bændur og brugghús sem mega ekki selja til neytenda beint frá býli, þá 18.000 Íslendinga sem hafa flutt af landi brott síðastliðin 40 ár umfram þá sem fluttu heim, öll sprotafyrirtækin sem hafa flúið landið vegna krónuhagkerfisins, þeirra erlendu fjárfesta sem koma ekki til landsins vegna gengisáhættu? Fyrir sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk sem fær ekki að starfa fyrir hið opinbera þar sem þörfin er brýn, fyrir þúsundir sem eru á biðlistum eftir aðgerðum, fyrir aldraða og öryrkja sem mega ekki vinna vegna letjandi skerðinga?“

Bjarney segir að „svona mætti lengi telja. En Ísland er alveg örugglega land tækifæranna fyrir til dæmis banka sem búa við hæsta vaxtamun á Vesturlöndum, tryggingafélög sem bjóða dýrustu tryggingar í Evrópu og þá sem hagnast á veikburða gjaldmiðli.“

- Auglýsing -

Hún segir að „það er ekki nóg að nota falleg slagorð í auglýsingum og brosa, tækifærin verða raunverulega að vera til staðar.“

Heimild: bb.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -