Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Bjarni Ben mun halda velli á landsfundi flokksins: „Bara nauðaómerkilegur samkvæmisleikur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mbl.is sagði frá því í dag að komin væri dagsetning á 44.landsfund Sjálfstæðisflokksins. Verður hann haldinn 4. til 6. nóvember næstkomandi og fer fram í Laugardalshöll.

Samkvæmt mbl.is ákvað miðstjórn flokksins þetta en landsfundur fer með æðsta vald í málefnum flokksins en þar er einning stefna hans mótuð.

Þeir sem seturétt eiga á landsfund eru flokkráðsfulltrúar flokksins sem og fulltrúar sem félög og fulltrúaráð kjósa til setu á fundinum.

Fundurinn er haldinn í skugga sílækkandi fylgi flokksins í skoðanakönnunum en í nýjustu könnun Fréttablaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn með 18,5% og er þar við hlið Pírata sem eru með 17,5% og Framsóknarflokksins sem er með 17,3%. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn stærsti flokkur landsins hefur hann tapað gríðarlegu fylgi allt frá hruninu 2008. Í síðustu kosningum var flokkurinn með um 24% fylgi.

Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins talaði um það í viðtalshlaðvarpsþætti Reynis Traustasonar, Mannlífið að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að fara í mikla endurskoðun. „Ef þeir halda að þetta sé bara í lagi, að flokkurinn eigi að halda áfram að stefna niður á við og það sé ekki ástæða til að endurskoða starfsaðferðir, endurskoða fyrir hvað við stöndum, hvernig við lítum út og hvernig við komum skilaboðum á framfæri þá held ég að fólk sé á villigötum.“

Mannlíf heyrði í Eiríki Bergmann stjórnmálafræðingi og bað hann um hans álit á stöðu Bjarna Benediktssonar í forystu Sjálfstæðisflokksins. Taldi Eiríkur staða hans fín þrátt fyrir hneikslismál og fylgistap. „Ég held að staða hans sé bara sterk. Þrátt fyrir allt. Það er allavegana ekki kominn neinn áskorandi fram sem að sækir að honum. Þannig að á meðan svo er ekki getur maður ekki annað sagt en að staðan sé sterk. En hinsvegar hefur flokkurinn tapað mjög miklu fylgi en að stærsta hluta til bara í takt við almenna stjórnmálaþróun. Það koma fram fleiri og fleiri flokkar og atkvæðin deilast víðar. Og á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er augljóslega stærsti flokkurinn á landinu, sem hann er nú ennþá, þá held ég að menn geti alveg litið svo á að staðan sé ekkert hörmuleg.“

- Auglýsing -

Aðspurður um það hver gæti verið líklegur til að skora Bjarna á hólm, til að mynda varaformaður flokksins, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir sagði Eiríkur: „Ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess að nokkur sem er í forystu flokksins núna, ætli sér að skora formanninn á hólm. Og allar vangaveltur í einhverri umræðu þar af lútandi eru ekkert annað en bara nauðaómerkilegur samkvæmisleikur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -