Laugardagur 9. nóvember, 2024
9.9 C
Reykjavik

Bjartsýn á að samningar við kennara náist

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samningar leik- og grunnskólakennara hafa verið lausir frá því um mitt síðasta sumar og í gangi eru samningaviðræður við samninganefnd sveitarfélaganna með það að markmiði að ná samningum fyrir haustið. Takist það ekki telur formaður Kennararsambandsins, Ragnar Þór Pétursson, einsýnt að til verkfalla komi. Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Samfok, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda komi til kennaraverkfalla í haust.

„Það yrði auðvitað mjög slæmt ef við förum í þá stöðu í haust að hafa ekki klárað samninga.“

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga, er bjartsýn á að samningar takist fyrir næsta skólaár. Hún segir viðræðurnar hafa gengið þokkalega en að verkefnið fram undan sé stórt. „Við erum í þéttum viðræðum núna. Þessu hefur miðað þokkalega en verkefnið er mjög stórt. Við nálgumst verkefni með jákvæðni og gerum allt sem við getum til að ná samningum. Ég get hins vegar ekki sagt til um framhaldið eða gefið mér að við náum fram hjá stórum vandamálum,“ segir Inga Rún sem segist aðspurð vonast til að ekki komi til aðgerða kennara í haust.

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga.

„Við göngum inn í þetta með það markmið að ná samningum. Ef það tekst ekki þá kemur það bara í ljós. Þeir hafa sinn verkfallsrétt og ég hef enga stjórn á því. Það yrði auðvitað mjög slæmt ef við förum í þá stöðu í haust að hafa ekki klárað samninga. Það er alveg ljóst. Við reynum bara að klára verkefnið og höfum sumarið til þess.“

Lestu nánar um málið í Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -