Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Björgunarsveitir ekki með skipulagða leit í dag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Engin skipulögð leit á vegum björgunarsveitanna verður gerð í dag að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long en hennar hefur verið saknað síðan á skírdag. Þetta kemur fram í frétt á vef Vísis. Þar er haft eftir Jónasi Guðmundssyni, verkefnastjóra hjá Landsbjörgu, að frekari leit verði sett af stað ef nýjar vísendingar berist.

Björgunarsveitarmenn leituðu Söndru við Álftanes í gær en bíll hennar fannst þar á laugardaginn. Björg­un­ar­sveit­ir frestuðu leitinni um fimmleytið í gær.

Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar að Flatarhrauni í Hafnarfirði, hefur stýrt leitinni að Söndru. Hann segist ekki telja að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. „Það er ekkert sem bendir til þess og engar vísbendingar í þá veru. Við erum að leita núna og fylgja eftir þeim vísbendingum sem hafa verið að koma,“ sagði Skúli í gær. 

Lögreglan hefur bent á að þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.

Uppfært kl 12:22:

Tilkynning frá lögreglu barst klukkan 12:13. Í henni segir að leitin að Söndru verði með þeim hætti í dag að þyrla Landhelgisgæslunnar verði við leit við strandlengjuna, þ.e. frá Gróttu og suður fyrir Álftanes. Jafnframt munu björgunarsveitarmenn vakta sama svæði á háfjöru.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -