Miðvikudagur 8. maí, 2024
2.8 C
Reykjavik

Björn er viss í sinni sök og hikar ekkert: „Rek­um rúss­neska sendi­herr­ann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það væri verðugt að minn­ast eins árs af­mæl­is stríðs Rússa með því að skipa sendi­herr­an­um að yf­ir­gefa Ísland. Hlut­verk hans er ekki að virða full­veldi Íslands held­ur að grafa und­an því og friði í okk­ar heims­hluta,“ segir skrif­ar Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms- og kirkju­málaráðherra, á vefsíðu sinni bjorn.is:

Færsl­an ber yfirskriftina „Rek­um rúss­neska sendi­herr­ann.“

Mikhaíl Noskov sendi herra Rússlands á Íslandi.

Þar nefnir ráðherrann fyrrverandi að hér á landi heyr­ist „hvorki hósti né stuna“ frá ís­lensk­um stjórn­völd­um þótt Mik­haíl Noskov, sendi­herra Rúss­lands á Íslandi, fari móðgandi orðum um ut­an­rík­is­ráðherra Íslands og rægi ís­lenskt sam­fé­lag í rúss­nesk­um fjöl­miðlum.

Björn tiltekur að Rúss­land okk­ar daga sé lokaðra land en Sov­ét­rík­in sál­ugu voru á sín­um tíma. Segir hann það vera vegna „sér­stakr­ar aðgerðar“ inn­rás­arliðs Moskvu­valds­ins í Úkraínu.

Telur hann að íbúar Rúss­lands búi við sí­fellt meiri harðstjórn og minnk­andi sam­skipti við er­lend ríki.

Björn telur að Mikhaíl Noskov sendiherra fái hrós frá Kreml fyrir frammistöðu sína að verja árás Rússa í Úkraínu:

- Auglýsing -

„Er ekki að efa að fyr­ir þetta fær hann nokkr­ar stjörn­ur í kladda sinn í Kreml og hjá njósn­ur­un­um þar.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -