„Það væri verðugt að minnast eins árs afmælis stríðs Rússa með því að skipa sendiherranum að yfirgefa Ísland. Hlutverk hans er ekki að virða fullveldi Íslands heldur að grafa undan því og friði í okkar heimshluta,“ segir skrifar Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, á vefsíðu sinni bjorn.is:
Færslan ber yfirskriftina „Rekum rússneska sendiherrann.“

Þar nefnir ráðherrann fyrrverandi að hér á landi heyrist „hvorki hósti né stuna“ frá íslenskum stjórnvöldum þótt Mikhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, fari móðgandi orðum um utanríkisráðherra Íslands og rægi íslenskt samfélag í rússneskum fjölmiðlum.
Björn tiltekur að Rússland okkar daga sé lokaðra land en Sovétríkin sálugu voru á sínum tíma. Segir hann það vera vegna „sérstakrar aðgerðar“ innrásarliðs Moskvuvaldsins í Úkraínu.
Telur hann að íbúar Rússlands búi við sífellt meiri harðstjórn og minnkandi samskipti við erlend ríki.
Björn telur að Mikhaíl Noskov sendiherra fái hrós frá Kreml fyrir frammistöðu sína að verja árás Rússa í Úkraínu:
„Er ekki að efa að fyrir þetta fær hann nokkrar stjörnur í kladda sinn í Kreml og hjá njósnurunum þar.“