Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Björn Ingi: „Ríkisstjórnin hikar við að grípa til óvinsælla aðgerða fyrir kosningar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Ingi Hrafnsson veit margt um Covid. Hann segir að „eftir síðasta upplýsingafund almannavarna sitja eftir spurningar um hvert planið er. Boltinn er hjá ríkisstjórninni, sagði sóttvarnalæknir svona fimm sinnum á fundinum, en bæði hann og landlæknir hafa ásamt stjórnendum Landspítalans varað við að heilbrigðiskerfið sé að bugast undan álagi og útlitið sé ekki gott með fjölda COVID-smitaðra sjúklinga á næstu dögum og vikum meðan faraldurinn fer um“.

Hann nefnir að „þau vilja greinilega fletja kúrfuna og við vitum hvað það þýðir, en ríkisstjórnin bíður átekta. Hvert er planið? Ef ákvörðun hefur nú verið tekin um að bólusetning sé næg vörn og að öðru leyti eigi að láta pestina ganga yfir með það fyrir augum að flestir Íslendingar muni hvort eð er á endanum smitast – það þarf 75 prósent smit meðal landsmanna til að hjarðónæmi verði náð – er rétt að segja það og taka opinskáa umræðu opinberlega um það heilsufarslega tjón sem slíkt gæti haft í för með sér.“

Og spyr:

„Hver er „ásættanlegur fórnarkostnaður“ við það að gera ekki neitt andspænis fórnarkostnaðinum við hertar aðgerðir? Öllum er ljóst að núverandi takmarkanir stöðva ekki þessa bylgju, en ríkisstjórnin er greinilega hikandi við það að grípa til hertra aðgerða rétt fyrir kosningar sem verða umdeildar og óvinsælar þar sem mikill þorri fólks er bólusettur og mikill minnihluti veikist alvarlega. Eðlilega. Þess vegna beinir sóttvarnalæknir nú sviðsljósinu að pólitíkinni, enda liggur ábyrgðin þar.“

Björn færir í tal að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir „er ekki í framboði og getur ekki annað en varað við í samræmi við sitt lögbundna hlutverk. En við landsmenn eigum rétt á því að vita hvert planið er núna og ræða það opinskátt. Vonandi sýnir ríkisstjórnin á spilin sín eftir fund á föstudag. Það er enginn kostur góður í stöðunni meðan ný og ný afbrigði skapa nýjar og nýjar bylgjur næstu árin. Já, næstu árin.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -