Mánudagur 24. júní, 2024
10.1 C
Reykjavik

Bleika slaufan í ár með breyttu sniði: Komdu með í bíó í kvöld

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, hófst í dag undir slagorðinu „Þú ert ekki ein“.

Í átakinu er lögð áhersla á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar kona greinist með krabbamein, þegar tilveran breytist snögglega og við tekur tími sem getur reynst afar erfiður. Stuðningur fjölskyldu og vina skiptir miklu máli í öllu ferlinu, allt frá greiningu, en einnig faglegur og félagslegur stuðningur sem Krabbameinsfélagið veitir án endurgjalds. Rannsóknir sýna að þeim vegnar betur sem fá stuðning í ferlinu.

Bleika slaufan í ár er hálsmen.

Bleika slaufan í ár er hönnuð af Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur, skartgripa­hönnuði í AURUM Bankastræti.  Bleika slaufan í ár er öðruvísi en þær fyrri, en í fyrsta sinn er hún hálsmen, en blómin á henni vísa til vellíðunar og jákvæðni og hringurinn táknar kvenlega orku og veitir vernd. Guðbjörg leggur áherslu á að hálsmen passi bæði konum og körlum: „Enda geta karlmenn verið alveg ófeimnir við að bera Bleiku slaufuna í ár.“

„Það var kominn á breytingar eftir 12 ár í formi nælu,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins: „Við höfum reglulega heyrt af áhuga stuðningsmanna og kvenna, á að fá annars konar skartgrip og við erum viss um að þetta gullfallega hálsmen höfði til enn breiðari hóps. Við hlökkum til að sjá fólk á öllum aldri ganga með hálsmenið og sýna þannig stuðning við konur og krabbamein í verki”.

Bíókvöld Bleiku slaufunnar

Í kvöld verður Bíókvöld Bleiku slaufunnar þegar Downton Abbey verður sýnd á sérstakri bleikri sýningu í stóra sal Háskólabíós. Húsið verður opnað kl. 19 og í anddyri verður Bleik stemning, þar sem Krabbameinsfélagið kynnir helstu starfsemi sína og styrktaraðilar kynna vörur sínar til stuðnings átakinu. Bein útsending verður frá dagskrá kvöldsins á netinu fram að bíósýningunni. Dagskráin hefst klukkan 20 og kynnar kvöldsins eru leikkonurnar Dóra Jóhannsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir.

 

- Auglýsing -

Hægt er að kaupa miða hér og útsendinguna má sjá á bleikaslaufan.is, á visir.is og samfélagsmiðlum félagsins og nokkurra hagaðila.

- Auglýsing -

Átakið Bleika slaufan er tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar stendur undir stórum hluta af þeirri fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir án endurgjalds, svo sem ráðgjöf, stuðningur, námskeið, fræðsla, forvarnastarfsemi, hagsmunagæsla og rannsóknir.

Bleika slaufan kostar 2.500 krónur og er seld á bleikaslaufan.is og hjá fjölmörgum verslunum um land allt. Að vanda verður hátíðarslaufa Bleiku slaufunnar til sölu í takmörkuðu upplagi, en einnig hafa tvær gullslaufur verið hannaðar sem boðnar verða upp í fjáröflunarskyni.

„Annars vegar er um að ræða gullhálsmen og hins vegar gullnælu sem er sérstaklega ætluð þeim sem sakna nælunnar,“ segir Guðbjörg.

Taktu þátt í bleika deginum 11. október

Föstudagurinn 11. október er bleiki dagurinn en þann dag hefur skapast hefð fyrir því að fólk og fyrirtæki um land allt skreyti sig með bleikum lit. Hægt er að sjá nánari upplýsingar og kaupa slaufu á heimasíðunni bleikaslaufan.is.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -