Fimmtudagur 22. febrúar, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Blindu hjónin fengu loksins að fljúga til Íslands: „Þetta mál er engan veginn búið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjón sem eru blind og flugfélagið SAS hefur meinað ítrekað um flugfar eru loks komin til landsins – í þriðju tilraun.

Kemur fram á vef RÚV að kona sem var í sama flugi hafi verið hjónunum innan handar og dugði það til að þau fengu að fljúga hingað heim.

Er það tekið fram að hjónin ætla að leita réttar síns vegna málsins.

Eyþór Kamban Þrastarson, Emilía Pykarinou og ársgömul dóttir þeirra áttu flug frá grísku höfuðborginni Aþenu til höfuðborgar Danmerkur, Kaupmannahafnar, fyrir rúmri viku síðan, og þaðan áfram til Íslands.

Hjónin voru með bókaðan miða, en þeim var vísað frá í tvígang á föstudegi og sunnudegi.

Ástæðan sem þeim var gefin var sú að hjónin þyrftu að greiða fyrir fylgdarmann; að öryggi væri ekki tryggt um borð:

- Auglýsing -

„Flugfélagið krafðist þess að við værum í fylgd annarrar manneskju. Okkur tókst með herkjum að finna aðra íslenska konu sem að var að ferðast með þessu flugi í raun viku eftir að við áttum að ferðast, en sama leggnum með SAS frá Grikklandi til Íslands,“ segir Eyþór.

Blindrafélagið sem og ræðismaður Íslands í Grikklandi hafa farið í málið til að fólkið fengi að fljúga burtu frá Grikklandi með SAS:

„Þetta mál mun bara fara áfram. Þetta er engan veginn búið. Við erum engan veginn sátt við það að við höfum verið skikkuð til að finna manneskju til að fljúga með okkur og hvað þá að borga fyrir það. Við þurftum að vísu ekki að borga núna því að þessi manneskja var bara með sinn eigin miða og var að fara í sama flug,“ segir Eyþór og bendir á að 5 ára barn geti ferðast án fylgdarmanns.

- Auglýsing -

Hann telur að það að hjónin ferðuðust með eins árs dóttur sína með sér hafi haft áhrif á ákvörðun flugfélagsins um að hleypa þeim ekki um borð, og aðspurður svarar Eyþór því hvort hann og kona hans treysti sér semsagt til að sjá um eins árs gamla barn:

„Já annars hefðum við ekki mætt út á flugvöll.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -