• Orðrómur

Boris á von á barni – en númer hvað?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og unnusta hans Carrie Symonds eiga von á barni í sumar. Symonds greindi frá tíðindunum á Instagram og sagði einnig frá því að þau hefðu trúlofað sig fyrir áramót.

Symonds hefur búið með Johnson í Downingstræti 10 frá því hann tók við embætti í júlí sl. Hún mun vera fyrsti ógifti maki forsætisráðherra í sögu Bretlands. Þá verður Johnson fyrsti forsætisráðherrann til að ganga í hjónaband í embætti í 250 ár og sá fyrsti til að skilja frá 1769 en skilnaður hans við Marina Wheeler er enn ófrágengin.

Einkalíf Johnson hefur oftsinnis ratað í fjölmiðla en hann var m.a. settur í skammakrókinn innan Íhaldsflokksins árið 2004 eftir meint ástarsamband við blaðamanninn Petronella Wyatt. Þá er vitað að hann átti dóttur utan hjónabands árið 2009, þegar hann var borgarstjóri Lundúna.

- Auglýsing -

Það sem er ekki vitað er nákvæmlegur fjöldi barna Johnson en hann er talinn eiga a.m.k. fimm börn með tveimur konum; Wheeler og listráðgjafanum Helen Macintyre. Sjálfur hefur hann neitað að tjá sig um börnin sín en gengið var á hann í nóvember sl. eftir að í ljós kom að hann hafði talað um einstæðar mæður sem „óábyrgar“.

„Ég elska börnin mín mjög mikið en þau eru ekki í framboði og því ætla ég ekki að tjá mig um þau,“ sagði hann í útvarpsviðtali.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Þórdís Kolbrún gjörsigraði:- Haraldur sagðist hætta

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sigraði í próf­kjöri flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi....

Nokkrar góðar ástæður til að gerast stuðningsfjölskylda

Eftir / Halldóru Gyðu Matthíasdóttur Proppé„Þetta er einfaldlega besta ákvörðun sem við höfum tekið. Við erum með...

Börn haga sér betur þegar þeim fer að líða betur

Höfundur / Íris Eik Ólafsdóttir, fjölskyldufræðingur, réttarfélagsráðgjafi og sáttamiðlari hjá Samskiptastöðinni.Á þessum óvissutímum eru fjölskyldur mikið...

Nýtt í dag

Kærasti fyrrverandi konu Eiðs Smára kaupir hús á 400 millur á Arnarnesinu

Fjárfestirinn Guðmund­ur Örn Þórðar­son, gjarnan kennd­ur við Skelj­ung, keypt risastórt einbýlishús á Arnarnesi; húsið er 484 fermetrar...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -