Föstudagur 6. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Vilhjálmur prins hristi á sér bossann á Swift-tónleikum: „Díana hefðir verið svo stolt af honum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Krónprins Breta, Vilhjálmur vakti gríðarlega athygli á tónleikum Taylor Swift í London þar sem hann dansar ákaft við tóna hinnar vinsælu söngkonu.

Eras-tónleikaferðalag Taylor Swift er að gera allt vitlaust í London og hafa aðdáendur verið að njóta hverrar mínútu. Margir ráku þó upp stór augu þegar Vilhjálmur Bretaprins sást í stúkunni á troðfullum Wembley-tónleikunum, dansandi af sér rassgatið en þar var hann mættur ásamt börnum sínum.

Einn tónlistagestanna tók myndskeið af prinsinum og birti á samfélagsmiðlunum en þar sést hann dansa og hreyfa varirnar við Shake it Off-slagarann. Hið bráðskemmtilega myndskeið hefur verið skoðað að minnsta kosti 915 þúsund sinnum og fengið 4400 athugasemdir. Hinn 42 ára krónprins var klæddur í sömu föt og hann var í á ljósmynd sem tekin var af honum og börnunum, Georgi og Karlottu, sem hann á með Katrínu Middleton, og Taylor Swift eftir tónleikana, í hnepptri skyrtu, dökkbláum jakka og buxum. Sonur þeirra, Lúðvík var einnig á tónleikunum en vantaði á ljósmyndina.

Popp-prinsessan með Bretaprinsunum og prinsessunni.

Fregnir af dansinum bárust nokkrum klukkutímum eftir sæta ljósmynd frá Katrínu sem birtist á Instagram í gær, þar sem afmæli Vilhjálms var tilkynnt. Á myndinni sést krónprinsinn hoppa upp í loft með börnunum þremur.

Vilhálmur og börnin

Aðdáendur fjölskyldunnar skrifuðu margir hverjir fallegar athugasemdir við myndina en einn þeirra skrifaði: „Frábær fjölskyldumynd, elska hana. Díana hefðir verið svo stolt af þeim föður sem Vilhjálmur er. Hann setur fjölskylduna í fyrsta sætið og það er það sem við ættum öll að gera. Katrín og Vilhjálmur eru svo elskuleg.“
Annað skrifaði: „Þessi ljósmynd er stórkostleg! Afmæliskveðjur til prinsins!“

Hér má svo sjá hið bráðskemmtilega myndskeið:

@kkinldn Shake it off Prince William #princewilliam #erastourtaylorswift #erastour #whiteclawuk ♬ original sound – KK
- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -