2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Boris Johnson missir þingmeirihlutann

Boris Johnson þurfti að horfa á upp á að missa þingmeirihluta sinn í beinni útsendingu.

 

Það fór lítið fyrir annars þýðingarmiklu atviki í dag þegar þingmaðurinn Phillip Lee gekk úr klefa íhaldsflokksins yfir til frjálslyndra demókrata (Lib Dem) í breska þinginu. Boris Johnson var í miðri þingræðu og þurfti því að horfa á upp á að missa þingmeirihluta sinn í beinni útsendingu.

Atvikið er táknrænt en með því gekk Lee formlega í raðir frjálslyndra. Lee, sem sagði upp á síðasta ári sem aðstoðar dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May vegna Brexit stefnunnar, gaf út yfirlýsingu í dag. Þar kom fram að hann gæti ekki lengur stutt ríkistjórn Johnsons sem stefndi á útgöngu úr Evrópusambandinu sem væri hreinlega eyðileggjandi fyrir Bretland – pólitík sem væri byggð á lygum og kúgunum – og stefndi lífi fólks í hættu. Þannig væri núverandi stefna að grafa undan lýðræði, hagkerfi og hlutverki Bretlands í heiminum.

Lee fylgir þar með tveimur öðrum þingmönnum breska íhaldsflokksins sem gengu úr flokknun yfir til frjálslyndra. Ríkisstjórnin hefur nú 319 þingsæti en stjórnarandstaðan 320.

AUGLÝSING


Í breska þinginu standa nú yfir harðar viðræður þar sem stjórnarandstaðan með Corbyn í fararbroddi er að reyna að koma í veg fyrir útgöngu án samnings, eða no-deal Brexit.

Ljóst er að andstaðan er nú orðin mun sterkari enda með meirihluta. Líklegt er að almennar kosningar verði vegna þessa í Bretlandi áður en settur útgöngudagur verður þann 31. október.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is