Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Börkur ákvað að gúggla sjálfan sig og krossbrá: „Ég hef aldrei á ævinni haldið framhjá“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundurinn, fjölmiðlamaðurinn og fyrrverandi pólitíkus, Börkur Gunnarsson, situr mikilvægan fund á morgun. Í ljósi þess ákvað hann að gúggla þann sem situr með honum fundinn. Þá taldi hann lýkur á því að honum sjálfum yrði flett upp í leitarvélinni. Til að hafa vaðið fyrir neðan sig sló Börkur inn nafni sínu í leitarvélina til að sjá hvað hinn fundargesturinn myndi mögulega finna um hann á Internetinu. Börkur segir:

„[Mér] krossbrá þegar ég sá ofarlega þessa frétt sem birtist fyrir rúmu hálfu ári og ég hafði ekki hugmynd um. Í fréttinni er skrifað: Börkur segir af biturri reynslu:

„Ekki halda framhjá!““

Berki er mikið niðri fyrir og kveðst aldrei hafa haldið framhjá.

„Ég hef nota bene aldrei á ævinni haldið framhjá, þetta var grín sem ég lét útúr mér um að halda framhjá uppáhaldsmatnum mínum,“ segir Börkur og deilir þessari gömlu frétt.

Sjá einnig: Mikilvæg skilaboð til þjóðarinnar – Ekki halda framhjá

Um er að ræði frétt af vef Mannlífs og þar er vitnað í færslu á samfélagsmiðlum þar sem Börkur greinir frá því að hafa keypt sér danskar sardínur í dós og segir vöruna versta viðbjóð sem hann hafi smakkað. Þar er haft eftir Berki:

„Ekki halda framhjá. Og … Don’t go Danish.“

Þá segir Börkur á öðrum stað í sömu frétt: „Maður á ekkert að vera að halda framhjá Ora og íslensku sardínunum.“

- Auglýsing -

En vandræðum Barkar er þó ekki lokið. Fjölmiðlakonan Hugrún Halldórsdóttir tjáir sig á Facebook-síðu hans og kveðst einnig hafa gúgglað Börk og fundið þar „vafasama gersem“. Þar kemur upp fyrirsögn á DV, Börkur smyglaði óvart hassi til Íslands. Í því viðtali kveðst Börkur hafa verið nánast eini nemandi skólans sem ekki fiktaði við fíkniefni.

„Félagar mínir voru alltaf að reyna að fá mig til að prufa sem ég afþakkaði. Ein vinkona mín úr leikstjóradeildinni gekk svo langt að gefa mér í afmælisgjöf hass og heimtaði að ég prufaði þetta. Ég hló bara, þakkaði fyrir gjöfina, stakk þessu í vasann og hélt mig við áfengið,“ er haft eftir Berki í viðtalinu. Börkur endaði svo fyrir slysni að taka hassmolann með sér til Íslands.

Fundurinn fyrir morgundaginn hjá Berki, lítur því ekki alltof vel út. Börkur segir um þennan fund Hugrúnar á Google:

- Auglýsing -

„Þar sem meirihluti lesenda rennir aðeins yfir fyrirsagnir má ljóst vera að ég sé dópisti og eiturlyfjasmyglari sem heldur framhjá konunni sinni. Ja, hérna. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt um sjálfan sig.“

Þá bætir Börkur við af mjög biturri reynslu að ekki borgi sig á samfélagsmiðlum að …

„ … grínast yfir þig!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -