Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Börnin sem eignast Samherja – Katrín öflug afrekskona

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri, og Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri, aðaleigendur Samherja, hafa afsalað sér hlutabréfaeign sinni í Samherja hf. til barna sinna. Börnin sex halda því á 84,5 prósenta hlut í fyrirtækinu. Mútumál Samherja tengt Namibíu er enn til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara, en hefur tafist vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Mannlíf skoðar hverjir sexmenningarnir eru sem halda nú um stjórnartaumana í einu stærsta og valdamesta fyrirtæki landsins. Samkvæmt heimildamanni Mannlífs sem þekkir til systkinanna eru þau öll jarðbundin og hörkudugleg í því sem þau hafa tekið sér fyrir hendur.

Katrín Kristjánsdóttir. Mynd / Facebook

Katrín – Öflug afrekskona   10,375 % / 7,3-8,6 milljarðar kr.

 

Katrín Kristjánsdóttir er fædd 1991 og er líkt og eldri systir hennar fyrrum afrekskona á skíðum. Eftir grunnskóla tók hún eina önn á íþróttabraut VMA, en flutti síðan til Noregs þar sem hún fór í skíðamenntaskóla, auk þess að æfa og keppa á skíðum. Árið 2012, 21 árs gömul, lagði hún skíðaskóna á hilluna, á sama tíma og hún bar titilinn Íslandsmeistari í stórsvigi á Skíðamóti Íslands. Katrín átti einnig að baki keppnir í Evrópu- og heimsbikarmótum.

Árið 2013 byrjaði Katrín nám á listnámsbraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri, þar sem hún tók áfanga í sjónlistum, fatahönnun og myndlistar- og menningarsögu.

Katrín hefur mikinn áhuga á útivist, en sumarið 2019 gengu hún og kærasti hennar um hálendi og strendur Íslands, alls um 350 km.

- Auglýsing -

Katrín er nýbökuð móðir, en hún eignaðist frumburð sinn í byrjun árs.
Katrín keypti  í 123,3 fm íbúð í fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur, fyrir tæpum tveimur árum, þar sem hún býr með kærasta sínum og barni.

Sjá einnig: Afsal hlutabréfa í Samherja – Stærsta sumargjöf Íslandssögunnar

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Baldvin erfðaprinsinn 

- Auglýsing -

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Katla sjálfstæður sjúkranuddari   

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Dagný Linda afreksskíðakona um árabil 

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Halldór Örn bílstjórinn 

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Kristján Bjarni með tæknina á hreinu 

Lestu úttektina í helgarblaðinu Mannlíf.

Lesa Mannlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -