Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Bótamál Tony Omos fyrir dómi í dag: Hælisleitandinn sem felldi Hönnu Birnu krefst milljóna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðalmeðferð í skaðabótabótamáli Nígeríumannsins Tony Omos gegn íslenska ríkinu fer fram í dag. Málið á sér rætur í lekamálinu þar sem Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur dómsmálaráðherra, sendi völdum fjölmiðlum minnisblað með upplýsingum um hælisleitandann sem sumpart voru rangar.

Tony Omos krefur ríkið um fjórar milljónir króna auk vaxta vegna handtöku, húsleitar, þvingunar og gæsluvarðhalds sem hann þurfti að sæta fyrir tæpum áratug.
Tony kom upphaflega frá Sviss til Íslands og leitaði eftir hæli hér. Hann mætti mikilli andstöðu ráðamanna og var ákveðið að senda hann úr landi. Mikil ólga varð vegna þessa og var dómsmálaráðherra undir miklum þrýstingi. Fréttablaðið, sem birtir í dag frétt um lögsóknina, birti í nóvember árið 2013 frétt, byggða á minnisblaði ráðherra um hælisleitandann. Þar var reifað að Omos væri grunaður um mansal gagnvart barnsmóður sinni.

Eftir að hafa þrætt fyrir verknaðinn viðurkenndi Gísl Freyr loksins að hafa lekið minnisblaðinu. Málið hafði víðtækar afleiðingar því Hanna Birna neyddist til að segja af sér. Hún var sökuð um að hafa beitt Stefán Eiríksson lögreglustjóra þrýstingi vegna rannsóknar lekamálsins. Hann sagði af sér starfinu sem lögreglustjóri.  Gísli Freyr, sem nú starfar sem fréttastjóri Morgunblaðsins, fékk fangelsisdóm og var gert að greiða Omos milljón krónur í bætur.
Sáttaumleitanir Omos við ríkið hafa engan árangur borið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -