2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Brexit gæti dregist á langinn

Svo gæti farið að aðlögunartíminn vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði framlengdur vegna óvissu um landamæri Norður-Írlands og Írlands. Bretland gengur formlega úr sambandinu í mars á næsta ári en svokallaður aðlögunartími stendur til 31. desember 2020. Þessi tími er ætlaður til þess að undirbúa endanlega útgöngu og á meðan honum stendur verður samband Bretlands og ESB nokkurn veginn það sama og er í dag.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með leiðtogum ESB-ríkja í Brussel í gær. Lítið sem ekkert þokast í samkomulagsátt um á hvaða forsendum viðskilnaðurinn verður. Eitt mesta þrætueplið eru landamæri Írlands og Norður-Írlands og á fundinum opnaði May á þann möguleika að lengja aðlögunartímabilið um nokkra mánuði til að tryggja ásættanlega niðurstöðu fyrir alla aðila. Þetta útspil May vakti litla lukku meðal harðlínumanna í Íhaldsflokknum sem vilja slíta tengslin við ESB sem allra fyrst, burtséð frá því hvort samningur næst eða ekki.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is