Föstudagur 14. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Brjáluð út í Heimi og Gulla: „Hleyptu Jóni að hljóðnemanum til að ljúga upp á mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þá eru liðnir 2 sólarhringar síðan Heimir og Gulli á Bylgjunni hleyptu Jóni Gunnarssyni að hljóðnemanum til að ljúga upp á mig og aðra með 12 ára gömlu slúðri og ásökunum vegna þátttöku í búsáhaldabyltingunni. Mér hefur hins vegar ekki verið boðið að svara honum – furðulegt nokk, því Jón nefndi nafn mitt a.m.k. þrisvar, fjórum sinnum og tengdi við lögbrot.“

Þetta segir Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Þar vandar hún ekki þáttastjórnendum Ísland í bítið, Heimi Karlssyni og Gulla Helga ekki kveðjurnar. Þá segir hún Jón Gunnarsson þingmann Sjálfstæðisflokksins ljúga uppá sig.

Sjá einnig: Hjólað í ritstjóra Fréttablaðsins

Forsaga málsins er sú að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti pistil á Facebook síðu sinni þar sem hann sagði mótmælin í Wasingthon þar sem létust fimm manns væru keimlík Búsáhaldarbyltingunni. Þá líkti Jón framgöngu Álfheiðar Ingadóttur við framgöngu Donalds Trump en hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi mótmælenda braut sér leið inn í þinghúsið. Jón Gunnarsson sagði:

„Það var líka ótrúlegt að verða vitni að því þegar þingmaður var í beinu sambandi við æsingafólk utandyra og gefa þeim upplýsingar um stöðu mála …“

Í Búsáhaldarbyltingunni veifaði Álfheiður á einum tímapunkti til mótmælenda. Hefur það verið túlkað á ýmsan hátt, ein túlkunin er að hún hafi verið að hvetja mótmælendur áfram en á einnig að hafa verið að vísa mótmælendum inn í þinghúsið með handarbendingum.

Margir hafa bent á að forsenda þessara tveggja mótmæla séu gjörólík. Búsáhaldarbyltingin hafi átt sér stað í kjölfar Hrunsins og byggð á reiði almennings. Mótmælin í Bandaríkjunum voru m.a. á forsendum samsæriskenninga um kosningasvik og forsetinn sjálfur sakaður um að hafa orðið valdur þeirra.

- Auglýsing -

Í þætti þeirra Gulla og Heimis á Bylgjunni var málflutningur Jóns Gunnarssonar á svipuðum nótum.

Álfheiður er afar ósátt og segir að á dauða sínum hefði hún ekki átt von á því að vera líkt við Donald Trump.

„Mér finnst svívirðilegt að jafna vopnuðum skríl við almenn mótmæli við ríkisstjórn Geirs H.Haarde 2008-2009, en það er líka skrítið að þessir þáttastjórnendur skuli ekki skammast til að leita eftir viðbrögðum mínum.“

- Auglýsing -

Álfheiður kveðst hafa sent þáttastjórnendunum yfirlýsingu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá febrúar 2012. Álfheiður óskaði eftir því að þess yrði getið að í skýrslunni hafi nafn hennar hvergi komið fram í málaskrá lögreglu í tengslum við Búsáhaldarbyltinguna. Álfheiður segir að lokum:

„Þannig vísa ég lygum Jóns og félaga enn og aftur á bug. Ekki það að ég haldi að það skipti þá máli nú fremur en fyrr.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -