Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Brostnu draumarnir og brotnu börnin: „Af hverju ræðst siðblint og illgjarnt fólk í slík störf?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og alþjóð veit þá hefur Glúmur Baldvinsson skoðanir á samfélagsmálum og kemur þeim að venju frábærlega frá sér.

Hann er með hugann við fjöldann allan af börnum hér á landi sem brotið hefur verið illa á í nafni ríkis og kirkju í gegnum tímabil sem líklega telja frekar aldir en áratugi.

Spyr:

Glúmur Baldvinsson. Mynd / Sigtryggur Ari Jóhannsson

„Hvernig stendur á því að í nánast sérhverju tilviki og á hverju einasta heimili á vegum ríkis og kirkju sem átti að faðma að sér brotin og yfirgefin börn og umlykja þau með ást og hlýju brutu starfsmenn gegn þeim andlega og líkamlega og eyðilögðu þau fyrir lífstíð?“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er andlit hins íslenska ríkis.

Glúmur spyr einnig af hverju það sé „ekki hægt að treysta starfsfólki ríkis og kirkju fyrir okkar viðkvæmustu sálum?“

Hann segir þetta ömurlega athæfi vera nánast „daglegt brauð. Sagan endalausa. Af hverju ræðst siðblint og illgjarnt fólk í slík störf? Trekk í trekk.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -