- Auglýsing -
Bandaríski stórleikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun, en þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskylda leikarans birti á Instagram.

Bruce Willis hætti að leika í fyrra eftir að hafa greinst með málstol.
Fjölskylda leikarans segir í yfirlýsingunni að það sé engin lækning við sjúkdómnum, en það er eitthvað sem fjölskyldan vonast til að breytist í framtíðinni.

Vildi fjölskylda Bruce Willis þakka aðdáendum hans fyrir allan stuðninginn sem þeir hafi sýnt honum núna og í gegnum tíðina.