Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Bubbi hættur á Twitter

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bubbi Morthens er hættur á Twitter. Þetta kemur fram á DV.

Það er nú komið á daginn að Twitter-reikningur tónlistarmannsins Bubba Morthens er horfinn; búið að loka honum.

Bubbi hefur verið ansi virkur á þessum samfélagsmiðli á undanförnum árum. Undanfarið hefur hann verið gagnrýndur fyrir samstarf sitt við tónlistarmanninn Auðunn Lúthersson, sem hefur legið undir ásökunum um kynferðisbrot.

Margir kunna vissulega mjög vel að meta samstarf þeirra og vilja framgang Auðuns sem tónlistarmanns sem mestan, en ljóst er að gagnrýnin á Bubba og Auðunn er hvað hörðust á Twitter.

Kom fram í fréttum í dag að lögmaður Bubba, ásamt framkvæmdastjóra Öldu Music, Sölva Blöndal, funduðu með Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra; kröfðust þess að því yrði svarað almennilega hvers vegna nýlegt lag með Bubba og Auðunni sé lítið, nánast ekkert, spilað á Rás 2, á meðan það njóti talsverðra vinsælda á Spotify.

Fréttir um þennan fund hleyptu endurnýjuðum ógnarkrafti í gagnrýnendur Bubba og Auðuns á Twitter; var Bubbi merktur í fjölmörgum tístum á Twitter í dag frá fólki sem berst gegn kynferðisofbeldi, sem og öðrum.

- Auglýsing -

Ekki er ljóst á þessari stundu hvort þetta hafi gert útslagið í því að Bubbi lokaði Twitter-reikningi sínum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -