Þriðjudagur 21. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Christine McVie látin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söng­konan og laga­höfundurinn Christine McVi­e úr hljómsveitinni goðsagnakenndu Fleetwood Mac, er látin; hún var 79 ára gömul.

Fjöl­skylda McVie tilkynnti þessi sorgartíðindi í dag.

Christine McVie var frábær söngkona og enn betri lagahöfundur; samdi meðal annars lög líkt eins Litt­le Lies, Don’t Stop, E­verywhere og Son­g­bird, sem er hennar þekktasta lag, og hafa margir spreytt sig á þeirri perlu með misgóðum árangri.

 

- Auglýsing -

Þá var hún mjög góður hljómborðsleikari og gaf út fjórar sólóplötur.

Christine og John.

Christine var skírð Christine Anne Per­fect. Hún giftist bassa­leikara Fleetwood Mac, John McVi­e, og gekk til liðs við hljómsveitina árið 1971. Fleetwood Mac hefur á sínum langa ferli selt um 200 milljónir hljómplatna, og átti Christine McVie ekki lítinn þátt í þessum rosalega árangri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -