Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Daði leysti dæmið með stæl – Bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Daði Logason, sem er nemandi í 10. bekk í Laugalækjarskóla, sigraði í stærðfræðikeppni sem MR hélt fyrr í vetur.

Það er Samstöðin sem greindi fyrst frá.

Voru úrslit gerð kunn í hádeginu í dag; að viðstöddu fjölmenni í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík.

Voru þeim tíu efstu nemendum í áttunda, níunda sem og tíunda bekk veittar viðurkenningar fyrir frábæra frammistöðu.

Í keppninni bar Daði höfuð og herðar yfir aðra keppendur í tíunda bekk; hlaut 95 stig.

- Auglýsing -

Metþátttaka var nú í keppninni; 150-160 úrvalsnemendur í stærðfræði spreyttu sig á stærðfræðiþrautum.

Daði hefur tekið þátt í stærðfræðikeppnum framhaldsskólanna síðustu árin með afar góðum árangri; hann er ennþá í grunnskóla.

- Auglýsing -

Já, hvað sem hver segir, þá er framtíðin björt.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -