Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Davíð Oddsson leiðbeinir forsetaefnum: „Ákvað þáverandi forseti að ganga erinda „útrásarvíkinga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Á sínum tíma ákvað forseti að ganga erinda „útrásarvíkinga“ með því að beita neitunarvaldi í máli sem var í raun smátt í sniðum. Ríkisstjórnin afturkallaði einfaldlega frumvarpið, enda reis það ekki undir því að þjóðin yrði kölluð til,“ skrifar Davíð Oddsson ritstjóri í leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem hann gerir upp við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrveranmdi forseta Íslands, og deilir sýn sinni á forsetaembættið. Hann vísar með þessum orðum til fjölmiðlafrumvarpsins sem var að hans frumkvæði. 

|
Guðni Th. Jóhannesson var kosinn en Davíð beið afhroð. Mynd / Heimasíða Forseta Íslands

Davíð, sem var lengi í fremstu víglínu íslenskra stjórnmála, hefur lengi haft mikinn áhuga á að komast í stól forseta Íslands. Þegar hann lét loksins til skarar skríða og fór í framboð beið hann sannkallað afhroð og fékk aðeins um 14 prósent atkvæða og hafnaði í fjórða sæti. Guðni Th. Jójhannesson var kjörinn forseti. Í leiðara dagsins gleðst Davíð yfir miklum áhuga landsmanna á embættinu.

„Það er í rauninni gleðilegt að sjá hversu margir telja sig vera upplagða í embætti forseta Íslands eða vilja að minnsta kosti tryggja að landarnir eigi þann kost að velja sig í það hlutverk,“ skrifar hann.

Davíð fjallar svo í löngu máli um embættistíð Ólafs Ragnars Grímssonar sem hann átti í miklum útistöðum við lengst af ferli sínum sem stjórnmálamaður.

|
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti.

„Forsetinn sá fékk Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa um sig bók og voru gömlu bankarnir, sem útrásarvíkingarnir höfðu blóðmjólkað, látnir bera drjúgan hluta kostnaðar,“ skrifar Davíð í leiðara dagsins.

Hann segir að heiti bókarinnar hafi upphaflega verið „Útrásarforsetinn“. Þetta hafi verið örstuttu áður en afleiðingar af óábyrgri og stórskaðlegri framgöngu „útrásarinnar“ voru að verða öllum ljósar. Guðjón hafi brugðist skjótt við. 

„Útrásarforsetinn“ breyttist í „Saga af forseta“

- Auglýsing -

„Bókarefnið sendi höfundinn með hraði upp í útgáfuna til að breyta hinu nú vandræðalega nafni og tókst það naumlega, en menn sátu hins vegar uppi með efniskaflana. Nafnið „Útrásarforsetinn“ breyttist í „Saga af forseta“,“ skrifar Davíð í háðstóni og bendir á að Áramótaskaup Sjónvarpsins hafi verið helgað útrásarforsetanum. Hann nefnir hins vegar ekki sinn þátt í hruninu sem aðalbankastjóri Seðlabanknas þaðan sem hann var nánast borinn út. 

Í lok leiðarans eru síðan föðurlegar leiðbeiningar frambjóðandans fyrrverandi.

„Forsetinn, hver sem hann er, skal stíga varlega til jarðar og halda sér fast í orð og anda stjórnarskrár landsins og „taka sér “ aldrei það vald sem minnstu efasemdir eru uppi um að rúmist innan þeirra vébanda,“ skrifar hann. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -