Mánudagur 27. maí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Donni glímir við kulnun: „Eins mikilvægt að hlúa að andlegu hliðinni eins og líkamlegu hliðinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristján Örn Kristjánsson – alltaf kallaður Donni – er kominn í leyfi frá handboltanum um óákveðinn tíma; Donni er kominn með sterk einkenni kulnunar og þarfnast hvíldar og uppbyggingar.

Donni er landsliðsmaður í handbolta sem og leikmaður með franska liðinu PAUC; hann hefur átt erfitt með andlegu hliðina undanfarnar vikur; segir álagið í handboltanum síðustu mánuði hafa komið aftan að honum:

„Ég er búinn að vera upplifa kulnun frá starfi þannig að ég er búinn að vera tala við læknateymið varðandi það og sálfræðing og hef því þurft að taka mér leyfi frá handbolta,“ segir Donni í samtali við Vísi.

Bætir við:

„Eitt af því sem ég náði að gera á þessu ári var að spila fyrir íslenska landsliðið sem var stór punktur í mínu lífi og á mínum ferli og ég held að eftir það hafi ég fengið smá spennufall. Svo kom ég aftur í klúbbinn minn og ákveðin vandamál þar eru að vega svolítið þungt hjá mér. Það besta í stöðunni var að taka mér smá leyfi og sjá hvort þetta batni aðeins.“

Donni segir að hann upplifi mikinn stuðning frá stjórn félagsins í Frakklandi:

- Auglýsing -

„Smbandið við þjálfarann er svona á skrýtnum nótum þessa dagana. Hann vill auðvitað að ég spili, ég er lykilleikmaður í liðinu og allt það. En eins og stjórnin hefur útskýrt fyrir mér þá eru þau hundrað prósent á bak við mig í þessu og leyfa mér að taka þann tíma sem ég þarf. Það er eins mikilvægt að hlúa að andlegu hliðinni eins og líkamlegu hliðinni.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -