Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Dorrit datt og meiddist: „Næsta sem ég man er að ég er liggjandi og Samson kom mér til bjargar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrverandi forsetafrúin Dorrit Moussaief er með spelku heima að jafna sig eftir að hundur hennar Samson felldi hana á göngu í Mosfellssveit í gær.

Vísir greinir frá.

Greint er frá því að hundur Dorritar sé þó ekki sökudólgurinn í málinu, heldur hetjan.

Samson kom til bjargar.

Þannig var að hópur hrossa var í aðsigi og í þann mund að hlaupa Dorrit niður, þegar hundurinn Samson kom henni til bjargar.

Segir Dorrit að það sé að vissu leyti henni að kenna að vera að þvælast inni á túni hjá þeim.

Hún sagði í samtali við Vísi að „ég var bara að labba og ég sé hóp hesta hlaupa í áttina að mér. Það næsta sem ég man er að ég er liggjandi, en ég held að Samson hafi komið úr annarri átt til að koma mér til bjargar. Hann hefur gert það áður í London þegar bíll var að koma í áttina að mér, þetta er í rauninni mjög sérstakt. En ég fór á sjúkrahúsið og fékk dásamlega þjónustu og þarf núna að vera heima í viku eða tvær, sem er bara fínt.“

- Auglýsing -

Dorrit meiddist á liðböndum í hné, en röntgenmynd leiddi í ljós að bein hafði ekki brotnað, en Dorrit var eðlilega brugðið þegar atvikið varð og er hundinum Samson þakklát.

„Það sem er sérstakt við þetta er að Samson birtist bara allt í einu. Hann var lengst í burtu og hvergi nærri. Ég fór sjálf allt of nálægt hestunum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -