Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Dr. Gunni er hagsýnn og meðvitaður: „Sneiði hjá því sem augljóslega er runnið undan rifjum Satans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar, Gunnar Lárus Hjálmarsson betur þekktur undir nafninu Dr. Gunni. Hann er 57 ára, fráskilinn tveggja barna faðir, sem býr á besta stað á Laugavegi. Gunnar starfar á Þjóðskrá.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Það er alkunna að skástu verðin eru í Bónus og Krónunni, svo ég kaupi inn þar og sleppi okurbúllum eins og Krambúðinni. Yfirleitt á ég lítið í ísskápnum og hugsa bara 1-2 daga fram í tímann. Það er fátt jafn andstyggilegt og matarsóun.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

Ég reyni það já. Ég er mjög nýtinn til dæmis á föt og reyni frekar að kaupa notað en nýtt. Allt sem sparast fer í utanlandsferðir, en það er mjög erfitt að endurnýta þær, eiginlega útilokað.

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

- Auglýsing -

Gjafir þurfa að vera sniðugur, föt þurfa að vera þægileg og helst kúl og matur þarf að vera hollur og góður.

Hverju átt þú erfiðast með  að draga úr kaupum á?

Ég hef verið að veipa sem er erfitt að draga úr kaupum á. Stefni þó á að hætta þeirri vitleysu sem fyrst. Svo á ég erfitt með að hemja mig þegar kemur að ís og plötum. Maður borðar aldrei of mikinn ís og á aldrei of mikið af plötum.

- Auglýsing -

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Ég hugsa ekkert ferlega mikið um það en sneiði vitanlega hjá því sem augljóslega er runnið undan rifjum Satans. Mjög gáfulegt er að éta kjöt sjaldnar og éta frekar grænmeti, ávexti og fisk.

Ég mæli með veitingastaðnum Loving hut fyrir æðislegt grænkerafæði á góðu verði. Mæli með nytjamörkuðum fyrir allskonar dót og föt og mæli með að hugsa: þarf ég þetta virkilega? áður en veskið er rifið upp.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -