Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Ebba Guðný hendir ekki mat: „Þetta er nánast eins og íþrótt hjá mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar, Ebba Guðný, er gift tveggja barna móðir í Reykjavík. Hún er fædd í Stykkishólmi en flyst þaðan barnung og er alin upp í Hólahverfi í Breiðholti til 11 ára aldurs og fer svo 12 ára yfir í Seljahverfið. Á báðum stöðum fannst henni gott að búa og á afar góðar minningar úr Breiðholtinu. Eyddi líka heilmiklum tíma í Neðra Breiðholtinu hjá vinkonu sinni, þar var líka allt fullt af krökkum, mjög skemmtilegt. Ebba Guðný er kennari að mennt en hef unnið hin ýmsu störf. Hún heldur bæði námskeið og fyrirlestra um næringu og heilsu barna sem og almennt fyrir alla fjölskylduna. Ebba Guðný hefur verið með vef- og seinna sjónvarpsþætti þar sem áherslan var á hollan og einfaldan mat (Eldað með Ebbu). Gefið út bækur (Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?, Eldað með Ebbu í Latabæ og Eldað með Ebbu 1 og 2). Leikið, lesið fyrir StoryTel, svo eitthvað sé nefnt.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Ég nota alltaf tvisvar sinnum í viku linsubaunir í staðinn fyrir kjöt eða fisk. Það er mjög ódýr, próteinríkur og bragðgóður matur sem auðvelt er að gera góðar súpur úr og pottrétti. Í bókunum mínum eru margar uppskriftir þar sem ég nota linsubaunir.Ég fer líka vel með það sem ég kaupi. Ég hef alla tíð unnið minna en maðurinn minn og hef þess vegna haft tíma og ráðrúm til að nýta vel það sem keypt er.  Ég hendi ekki mat nema í einhverjum neyðartilvikum. Þetta er nánast eins og íþrótt hjá mér og ég er farin að halda námskeið í fyrirtækjum um hvernig sporna má við því að henda mat. Einföld ráð þó þau séu kannski ekki alltaf svo augljós. Sérstaklega ekki þegar fólk hefur mikið á sinni könnu. Svo reyni ég að kaupa mat á tilboði er ég get og ég les innihaldslýsingar og sneiði að mestu hjá því sem mér líkar ekki. Það einfaldar innkaupin mikið.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

Já, ég reyni að endurnýta eins og ég get. Ég flokka ruslið okkar samviskusamlega. Það kemst fljótt upp í vana. Ég reyni líka almennt að fara vel með það sem ég kaupi. Fara vel með föt, húsgögn og aðra muni, matinn sem keyptur er, afganga og svo framvegis. Þar er mikill sparnaður, fyrir mig persónulega og heiminn vonandi líka.

Hvað hefurðu í huga er þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

- Auglýsing -

Jafnvægi er eitthvað sem ég reyni temja mér. Áherslan á reyni. Ég held ég sé almennt ekki að kaupa of mikið af neinu sérstöku. En auðvitað er erfitt að draga úr kaupum á mat. Allir þurfa að borða. En ég hef aldrei keypt mér mikið af fötum held ég og þess háttar. Ég vil helst bara kaupa föt úr náttúrulegum efnum. Ég er mjög mikið í ull t.d. næst mér. Sérstaklega á veturna. Þvæ fötin mín varlega á 40°C og sný öllu á rönguna áður en ég þvæ fötin og hreinsa bletti úr þeim áður en ég set þau í vélina. Nota lítið af þvottaefnum og hef þau umhverfisvæn. Síðastliðin 25 ár kaupi ég svo nær eingöngu krem og snyrtivörur sem eru mannvæn og án skaðlegra efna og þá kaupir maður minna ósjálfrátt. Kannski örlítið frelsandi. Varðandi gjafir þá finnst mér oft einfaldast að kaupa gjafir sem fólk ýmist ber á sig eða borðar.

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Umhverfisvernd skiptir mig máli já. Ég reyni að gera mitt besta miðað við þær aðstæður sem ég er í hverju sinni. Og svo reyni ég að hafa ekki áhyggjur þar á milli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -