Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Efling lýsir yfir vantrausti á Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir tíðindi dagsins í kjaramálunum hefur stjórn Eflingar lýst yfir vantrausti á ríkissáttasemjara.

Kemur þetta fram í tilkynningu sem birtist á vefsíðu félagsins í kvöld.

Í tilkynningunni segir stjórn félagsins að ríkissáttasemjari hafi sýnt vanrækslu á því að hafa röksemdir samninganefndar Eflingar til hliðsjónar er hann lagði fram miðlunartillögu sína í dag.

Segir að með miðlunartillögunni skuli „þröngva kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og SA upp á félagsfólk Eflingar, þrátt fyrir að samninganefnd Eflingar hafi ítrekað komið því með málefnalegum hætti á framfæri að sá samningur mætir ekki þörfum félagsfólks og tekur ekki tillit til aðstæðna þeirra.“

Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, hefur líka dregið lögmæti miðlunartillögu ríkissáttasemjara í efa.

Sólveig Anna Jónsdóttir. Mynd: Róbert Reynisson

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur þegar vísað þeim fullyrðingum á bug í tilkynningu er hann sendi frá sér í dag; hann segir hann að miðlunartillaga sé eitt þeirra úrræða sem ríkissáttasemjara standa til boða til að freista þess að tryggja frið á vinnumarkaði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -