Laugardagur 27. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Sjómannafélagi Íslands haldið í gíslingu: „Farið með rangt mál í skemmdarstarfsemi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fyrirsvarsmenn hins svokallaða stéttarfélags hafa engan vilja sýnt til þess að semja um kaup og kjör sinna félagsmanna. Ekki hefur verið óskað funda, ekki hafa verið lagðar fram tillögur og ekkert hefur í raun verið lagt til málanna af hálfu fyrirsvarsmanna hins svokallaða stéttarfélags á þeim langa tíma sem liðinn er frá því kjarasamningar losnuðu fyrir ríflega fjórum árum síðan,“ skrifar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um  Sjómannafélag Íslands og kallar það málamyndastéttarfélag. Hún segir hlutaðeigandi sjómenn líða fyrir.

Í pistli sem Heiðrún Lind birti á Vísi.is greinir hún frá að öll stéttarfélög sjómanna hafi samþykkt langtímakjarasamninga við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi en að þrátt fyrir það séu þó nokkrir sjómenn með lausa kjarasamninga og hafa verið síðan frá árslokum 2019.

Skemmdarstarfsemi Sjómannafélags Íslands

Heiðrún Lind segir að engir kjarasamningar sé hafnir yfir gagnrýni og þegar samið er séu hagsmunir tveggja eða fleiri hafðir að leiðarljósi.

„Við alvarlegt athafnaleysi hins svokallaða stéttarfélags bætist síðan, að fyrirsvarsmenn þess hafa ítrekað farið með rangt mál í skemmdarstarfsemi sinni gagnvart þeim stéttarfélögum sem hafa unnið í þágu sinna félagsmanna við að ná hagfelldum kjarasamningum og þar með bættum kjörum fyrir sína félagsmenn,“ segir Heiðrún Lind og bætir við.

„Það má hins vegar gera þá kröfu að í skoðanaskiptum sé farið rétt með staðreyndir og málefnaleg rök sett fram. Þess hefur ekki orðið vart í orðræðu fyrirsvarsmanna Sjómannafélags Íslands.“

- Auglýsing -

Kröfur félagsins á huldu

Fyrir rúmlega ári síðan skrifuð nær öll stéttarfélög sjómanna undir kjarasamninga við SFS:

„Þeir samningar voru felldir af öllum félögum nema Félagi skipstjórnarmanna. Í aðdraganda þeirra samninga lagði Sjómannafélag Íslands ekkert til málanna. Félagið skrifaði hins vegar undir hlutaðeigandi samninga og hóf síðan linnulausa niðurrifsstarfsemi um sömu samninga. Eftir að kjarasamningarnir voru felldir hefur ekkert heyrst frá félaginu og allt er á huldu um hvers háttar kjarabætur félagsmenn þess óskuðu sér.“

- Auglýsing -

Úskýrir Heiðrún Lind að af þeim sökum hafi nú verið gerðir kjarasamningar við félögin sem lögðu fram skýrar kröfur og tillögum til úrbóta.

„Það gerði Sjómannafélag Íslands ekki og við það situr.“

Stéttarfélagið vanrækir ábyrgðarhlutverk sitt

„Það félag sem sinnir ekki grunnskyldum gagnvart félagsmönnum, sem starfa á skipum innan vébanda SFS, getur ekki átt heimtingu á því að við það séu gerðir kjarasamningar. Á þeim stað er Sjómannafélag Íslands. Hjá hinu svokallaða stéttarfélagi þurfa fyrirsvarsmenn einfaldlega að gera hreint fyrir sínum dyrum gagnvart SFS og ekki síður gagnvart sínum félagsmönnum,“ skrifar Heiðrún að endingu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -