Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Efling og Samband íslenskra sveitarfélaga semja – Segir kjarabætur beinan árangur af verkfallsaðgerðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stéttarfélagið Efling og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning laust fyrir miðnætti og er verkfalli Eflingar í Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ er því aflýst.

Kjarasamningurinn er sambærilegur og sá sem Efling og Reykjavíkurborg undirrituðu í mars. Sólveig Anna kallaði eftir því að sá samningur ryði hafður til hliðsjónar við gerð samnings við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Í samningum er meðal annars kveðið á samtals 90 þúsund króna hækkun grunnlauna í grunnþrepi yfir samningstímann og styttingu vinnuvikunnar.

Sólveig Anna segir kjarabæturnar beinan árangur af verkfallsaðgerðum.

„Með aukagreiðslunni hefur náðst fram sambærileg kjarabót og í samningum félagsins við ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Þessar kjarabætur fyrir láglaunafólk hjá sveitarfélögunum, að stórum hluta konur í umönnunarstörfum, er beinn árangur af verkfallsaðgerðum og staðfastri baráttu félagsmanna á Höfuðborgarsvæðinu öllu síðan í byrjun febrúar,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu um nýja samninginn.

Sjá einnig: Segir eðlilegt að gera sambærilegan samning við sveitarfélögin

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -