• Orðrómur

Efling vill fund strax í dag

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur farið fram á við ríkissáttasemjara að haldinn verði samningafundur í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg. Þetta kemur fram á heimasíðu Eflingar. Þar segir að þess sé óskað að fundurinn verði haldinn strax í dag.

„Efling vill með þessu reyna til þrautar að þokast nær samkomulagi í deilunni. Samninganefnd Eflingar mun krefjast efnda á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir en heildstæð útfærsla á þeim hefur aldrei verið lögð fram við samningaborðið. Einnig mun nefndin krefjast efnda á loforðum borgarstjórnarmeirihlutans um leiðréttingu á launum kvennastétta,“ segir í grein á vef Eflingar.

Í færslunni er farið yfir tillögur sem Efling hefur áður lagt fram. Þær eru eftirfarandi:

  • Efling kynnti á samningafundum 16. og 31. janúar tvær ólíkar útgáfur af tilboði um launaleiðréttingu byggð á fyrirmynd frá 2005 í tíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra.
  • Efling kynnti á samningafundi 18. febrúar tilboð um samsetta leið til launaleiðréttingar byggð á annars vegar jöfnun launabila í töflu að tillögu Reykjavíkurborgar og hins vegar á álags- og uppbótargreiðslum.
  • Efling kynnti á samningafundi 27. febrúar tilboð um samsetta leið til launaleiðréttingar byggð á annars vegar grunnlaunahækkunum sem Dagur B. Eggertsson lýsti í Kastljóssviðtali og hins vegar á blandaðri leið uppbóta vegna eldri sérgreiðslna og starfstengdu jöfnunarálagi.
  • Efling bauð borgarstjóra þann 3. mars að ganga til samkomulags um að hann staðfesti „Kastljósstilboðið“ gegn því að verkfalli verði frestað í tvo sólarhringa.
- Auglýsing -

„Reykjavíkurborg hefur hafnað öllum ofangreindum tillögum Eflingar,“ segir í greinninni.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri boðaði Sólveigu Önnu á fund í vikunni. Hún sagðist tilbúin að hitta hann á fundi en setti tvö skilyrði. „Í fyrsta lagi að þú birtir opinberlega það tilboð (glærurnar) sem samninganefnd minni var kynnt á samningafundi 19. febrúar, daginn sem þú mættir í Kastljóssviðtalið, þannig að allir geti borið tilboðið saman við ummæli þín í Kastljósinu. Í öðru lagi að þú fallist á að mæta mér eða öðrum fulltrúa Eflingar í setti í útvarps- eða sjónvarpsviðtali áður en vikan er úti,“ skrifaði hún á Facebook.

Sjá einnig: Vill sjá glærur Dags og mæta honum í útvarps- eða sjónvarpsviðtali

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -