Mánudagur 20. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

María Sigrún birtir tölvupósta Dags: „Leitt að honum gremjist það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fyrrverandi borgarstjóri Dagur B. Eggertsson segir í stöðufærslu á fb-síðu sinni að fréttaskýring mín sem birt var í Kastljósi á mánudagskvöld hafi verið einhliða, ýkjukennd og í mikilvægum atriðum röng. Hér eru svör mín við því.“ Þannig hefst löng færsla Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur, fréttakonu á RÚV, þar sem hún svarar Degi B. Eggertssyni, sem gagnrýndi umfjöllun Maríu í Kastljósþætti á dögunum, um lóðarmál Reykjavíkurborgar.

Í færslu sinni tekur María gagnrýni Dags lið fyrir lið og svarar þeim fullum fetum. Nefnir hún til dæmis að hún hafi leitað til verktaka og fasteignasala til að meta virði byggingarréttar á lóðunum en mátu þeir þær á bilinu sjö til 13 milljarða, en Dagur hafði sagt virðið ofmetið í þættinum. Þá svarar María þeim orðum Dags að viðtalið við hann hafi verið langt í Kastljósi. „Leitt að honum gremjist það en þar var ég fyrst og fremst að gefa honum fullt svigrúm, tíma og tækifæri til að svara þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á samninga borgarinnar við olíufélögin. Fundarsalur borgarráðs er að mínu mati ekki drungalegur eins og Dagur segir í færslu sinni. Þvert á móti finnst mér hann bjartur með stórum gluggum sem snúa til austurs.“

Í svari sínu minnist María einnig sérstaklega á það að Dagur hafi birt tölvupóstsamskipti þeirra í millum opinberlega: „Dagur birtir tölvupóstsamskipti okkar opinberlega. Það er ný upplifun fyrir mig. Hann gerir athugasemd við að ég hafi ekki greint frá innihaldi póstsins í þættinum þar vísar hann í lið í samþykktinni sem hann segir alveg skýra að „einungis verði krafist greiðslu gatnagerðargjalda af hendi lóðarhafa“. Hvers vegna stóð ekki skýrar í samþykktinni að til stæði að gefa olíufélögunum byggingarrétt fyrir milljarða? Hvers vegna vann borgin ekkert kostnaðarmat og ekkert lögfræðiálit áður en menn settust við samningaborðið?“

Að lokum segir María réttast að birta tölvupóstsamskipti þeirra Dags, úr því að hann hafi gert það áður. „Fyrst Dagur hefur birt tölvupóstssamskipti okkar opinberlega er réttast að ég geri það líka. Hér er svör hans við frekari fyrirspurnum mínum eftir að viðtalið var tekið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -