Mánudagur 9. desember, 2024
9.8 C
Reykjavik

Eftirminnileg dress af rauða dreglinum á Met Gala

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vegna útbreiðslu COVID-19 var óhjákvæmilegt að aflýsa Met Gala-ballinu í ár en ballið er einn stærsti viðburður tískuheimsins og haldið árlega. Ballið átti að fara fram 4. maí á Metropolitan Museum of Art í New York.

Margir tískuunnendur víða um heim bíða spenntir eftir ballinu á hverju ári þar tískan á rauða dreglinum er engu lík. Á hverju ári er þema og í ár hefði það verið: About Time: Fashion and Duration.

Það verður víst ekkert Met gala í ár en þá er gaman að líta til bara og rifja upp nokkur eftirminnileg dress sem hafa prýtt rauða dregil Met Gala undanfarin ár.

Kim Kardashian og Kayne West á Met Gala árið 2016.  Þemað var Manus x Machina: Fashion in an Age of Technology’
Priyanka Chopra í sérsaumuðum Ralph Lauren kjól á ballinu árið 2017.
Cara Delevingne var silfurlituð frá toppi til táar árið 2017.
Söngkonan Madonna og hönnuðurinn Jean Paul Gaultier voru óaðskiljanleg á Met Gala árið 2018.
Þetta dress sem Rihanna klæddist á ballinu 2018 vakti mikla athygli.
Celine Dion á Met Gala í fyrra. Hún klæddist kjól frá Oscar de la Renta og bar höfuðskraut frá Noel Stewart.
Rapparinn Cardi B vakti athygli á Mat Gala í fyrra, árið 2019. Þemað var Camp: Notes on Fashion.
Anne Hathaway klæddist gylltum Ralph Lauren kjól með hettu árið 2015.
Söngkonan Miley Cyrus klæddist síðum netakjól á Met gala árið 2013.
Sarah Jessica Parker á ballinu árið 2015.
Leikarinn Jared Leto klæddist Gucci á Met Gala í sumar. Punkturinn yfir i-ið var vaxmynd af hans eigin höfði sem hann bar á rauða dreglinum.
Kim Kardashian mætti í óvenjulegum latex-kjól frá Mugler á Met Gala í fyrr.

Myndir / EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -